Monthly Archive: september 2013

Molar um málfar og miðla 1306

Það var sérkennilegt að hlusta á hádegisfréttir útvarpsstöðvanna á fimmtudag (19.09.2013). Annarsvegar var sagt frá viðtölum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þar sem hann lýsti fyrir útlendingum í London þeirri dýrðar og blómatíð sem nú ríkti á Íslandi á Íslandi. Íslendingar gætu kennt öðrum þjóðum og vísað þeim veginn út úr kreppunni. Hér hefði nánast allt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1305

  Glöggur lesandi pressunnar benti á þessa frétt á pressan.is http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/myndir-dagsins-eydilegging-a-laugarvatni ,,Þegar bátaskúrinn hafði tekið tvöfalda skrúfu í loftinu endaði hann á höfðinu (Það var og !) Vonandi er að bátaskúrinn hafi ekki lent mjög harkalega á höfði þess sem skrifaði fréttina. Kannski hefur fréttaskrifarinn bara rekið hausinn í.   Hraunavinir fóru fýluferð, sagði í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1304

Molavin skrifaði ((12.09.2013): ,,Mýtur kvaddar niður“ segir í fyrirsögn á menningarsíðu Fréttablaðsins í dag, 12. sept. Hér er greinilega ruglað saman sögnunum ,,að kveða“ og ,,að kveðja.“ Þar ætti að standa: Mýtur kveðnar niður. Betra væri þó: Ranghugmyndir kvaddar.-   Molaskrifari þakkar bréfið. Þessu er eilíflega ruglað saman.   Molaskrifari  skilur ýmislegt  betur í  samsetningu dagskrár …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1303

Eirný Vals skrifaði (10.09.2013): ,,Mér finnst skrítið að makríll fundi en það er líkast til reyndin, kannski er hann þá í torfum sem hægt er að kasta á. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/08/jakvaett_andrumsloft_a_makrilfundi/  Nú spyr ég, sem aldrei hef unnið á fréttastofu, hvað er neikvætt við að hafa fyrirsögnina -jákvætt andrúmsloft á fundi um makríl (veiðar á makríl) ?“- …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1302

Martin Ágústsson skrifaði (09.09.2013): ,,Ég hef margoft verið á leiðinni að skrifa til þín vegna þeirrar villu sem menn gera ansi oft þegar þeir segja eða skrifa,,helmingi meira“ þegar hið réttara væri að segja ,,tvöfalt meira“ en aldrei látið verða af því. Í gær var ég hins vegar að horfa á Náttúrulífsþátt á RÚV (sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1301

  Á laugardagsmorgni (7.09.2013)var sagt í fréttum Ríkisútvarpsins: Hann átti ekki annarra úrkosti. Hér hefur blandast saman, að líkindum, – hann átti ekki annarra kosta völ og hann átti ekki annars úrkosti.   Tannlæknir auglýsir á netinu: Tíu ára ábyrgð á tannplöntum. Hverskonar plöntur skyldu það vera?   Munurinn á umræðum flokksformanna í Noregi og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1300

Málglöggur maður skrifaði Molum (06.09.2013): ,,Hér er merkileg villa, sem ég hélt að enginn lenti í: Skelfilegt slys Pilturinn sem lést hefur birt myndbönd af þyrluflugi sínu á YouTube. Hér má sjá hann með einni af fjarstýrðu þyrlunum sínum. ætti að vera: „má sjá hann hér með eina af þyrlunum sínum Það er mikill munur á því …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1299

Undarleg er tímasetning á makrílfundi í Reykjavík. Fundinum lýkur á morgun, sunnudag. Á mánudag, daginn eftir, eru þingkosningar í Noregi. Það gengur engin norsk samninganefnd frá samkomulagi um makrílveiðar daginn fyrir kosningar í Noregi. Þrátt fyrir þetta sagði sjávarútvegsráðherrann í sjónvarpsfréttum í gærkveldi (06.09.2013) að nú væri kjörið tækifæri til að leysa makríldeiluna, – daginn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1298

    Ekki kann Molaskrifari að meta það orðalag þegar sagt var í fréttum (03.09.2013) að flugáætlun Icelandair næsta sumar sé sú stærsta í sögu félagsins. Kynni betur við að sagt væri að hún væri sú viðamesta eða umfangsmesta í sögu félagsins. En þetta er líklega sérviska.    Og ef fréttin er tilbúin þá getum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1297

Sveinn Snorrason skrifaði (03.09.2013): ,,Sæll Eiður. Þakka þér fyrir þína mola, ekki er vanþörf á. Þú hefur nú oft minnst á óþarfa notkun aðila í fréttum og er hér eitt dæmi. (mbl.is 1.9) Kerry segir að greining á hár- og blóðsýnum sem bandarísk yfirvöld fengu í hendur frá viðbragðsaðilum á vettvangi sanni að saríngas hafi …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts