Í fréttum Ríkissjónvarps á fimmtudagkvöld talaði fréttamaður um smalamennskur. Molaskrifari hefur aldrei séð orðið smalamennska í fleirtölu. Fleirtölumyndina er ekki að finna á vef Árnastofnunar. Í sömu frétt voru gangnamenn kallaðir smalar. Það kann að vera málvenja einhversstaðar á landinu, þótt ekki láti það kunnuglega í eyrum Molaskrifara. Sigurgeir sendi Molaum línu um þetta …