Monthly Archive: ágúst 2013

Molar um málfar og miðla 1284

Svo sem Molalesendur gjörla vita er skrifari á stundum sérvitur, þegar að málfari kemur. Í fréttum að undanförnu hefur ítrekað verið talað um að fólk taki lögin í eigin hendur. Molaskrifari er vanur því að heyra talað um að fólk taki lögin í sínar hendur. Þegar fólk tekur til sinna ráða án tillits til laga …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1283

Í fréttum Stöðvar tvö á laugardagskvöld (17.08.2013) var farið í Laugardalinn í mikilli veðurblíðu. Fréttamaður sagði: ,, … sýna sig og sjá aðra og versla ýmsan varning”. Fréttamenn, einkum af yngri kynslóðinni, eiga margir hverjir afar erfitt með að gera greinarmun á sögnunum að versla og að kaupa. Hér hefði fremur átt að tala um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1282

Af mbl.is (16.08.2013): Á öðrum tímanum í nótt tilkynnti skip um þrjá borgarísjaka sem eru staðsettir um það bil 45-50 sjómílur norðnorðaustur af Hornbjargi. Hér hefði nægt að segja: … borgaírsjaka sem eru um það bil … Orðið staðsettir er óþarft, – eins og oftast. Meira af mbl.is (18.08.2013): Þar segir í fyrirsögn:  Við munum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1281

Er enginn starfsmaður í forsætisráðuneytinu sem skammlaust getur  samið stutta fréttatilkynningu? Svo virðist ekki vera. Þetta er úr fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu á fimmtudag (15.08.2013): ,,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun eiga vinnukvöldverð hinn 4. september næstkomandi með Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð, en Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, býður til fundarins í tilefni af …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1280

  Prýðilegur fyrsti þáttur af þremur um Reykjanesið í gerð þeirra Ara Trausta Guðmundssonar Valdimars Leifssonar , sem var á dagskrá á miðvikudagskvöld (13.08.2013). Ari Trausti nefndi jarðskorpuflekana sem mætast hér og kallaði þá plötur (e. plate). Molaskrifari hefur frekar vanist því að talað sé um fleka en plötur. Rangt er í dagskrárkynningu Ríkissjónvarpsins um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1279

  … bróðir Hollandsdrottningu , sagði fréttamaður Stöðvar tvö (12.08.2013) Slæmt að segja þetta og verra þegar viðkomandi heyrir ekki vitleysuna og les óhikað áfram.   Sigurjón skrifaði (13.08.2013):,, Þeir sem lýsa golfi tala mikið um fínasta högg eða fínasta pútt og svo heyrði ég Veðurfréttamann segja fínasta veður á morgun. Hvað finnst þér um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1278

Enn er spurt: Hversvegna kemur Ríkissjónvarpið óheiðarlega fram við okkur? Hversvegna segir það okkur ekki satt? Hversvegna var okkur ekki sagt að þáttur Egils Helgasonar og Þorleifs Friðrikssonar um verkamannabústaðina við Hringbraut , Verkamannafélagið Dagsbrún og Héðin Valdimarsson sem sýndur var á miðvikudagskvöld(13.08.2013), væri endursýnt efni? Þetta var gamalt efni úr Kiljunni. Fróðlegt og áhugavert, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1277

Molavin skrifaði (12.08.2013): ,,Vikudagur segir: „Betur fór en á horfðist þegar fólksbifreið með tveimur mönnum innanborðs hafnaði í Glerá seint í gærkvöld.“ Óþarfa málalengingar af þessu tagi sjást æ oftar. Einkum er fjallað um flugvélar með svo og svo marga „innanborðs“ – rétt eins og títt sé að farþegar séu hafðir hangandi utan á þeim …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1276

Í fréttum Ríkisútvarps á miðnætti á laugardagskvöld (10.08.2013) og í næsta fréttatíma var okkur sagt að forseti Bandaríkjanna væri kominn í frí á vínekru á austurströnd Bandaríkjanna! ,,Barrack Obama Bandaríkjaforseti er kominn í sumarfrí. Samkvæmt fréttatilkynningu er hann kominn úr jakkafötunum og mun eyða næstu vikunni á vínekru á austurströnd Bandaríkjanna”. Hér hefur eitthvað skolast …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1275

Í Molum var nýlega vikið að þáttagerð Andra Freys Viðarssonar í Ríkissjónvarpinu. Af því tilefni skrifar Helgi Haraldsson prófessor emerítus í Osló og vitnar í Molana: ,,Sæll Eiður „Andri Freyr Viðarsson gerir þætti um Andra Frey Viðarsson í Ríkisútvarpi og Ríkissjónvarpi.“ Er þetta ekki sá sami Andri og var í þáttunum „Andri á flandri“ ? …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts