Helgi Haraldsson prófessor emeritus í Osló spyr (07.08.2013) : ,,Hvaða veiði er verið að sýna passanum?! Náttúrupassanum er sýnd veiði en ekki gefin. Í skýrslu sem Ferðamálastofa gaf út í gær kemur fram að svonefndum náttúrupassa, sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa ályktað sérstaklega um, sé e.t.v. sýnd veiði en ekki gefin.” Von er að spurt …
Monthly Archive: ágúst 2013
Molar um málfar og miðla 1273
Áskell sendi eftirfarandi ((04.08.2013): ,,Vefmiðillinn visir.is segir þannig frá mynd Baltasars Kormáks: 1. „Mynd Balta tekur inn milljarð á fyrsta degi.“ 2. „… hefur halað inn 10 milljónum dollara.“ 3. Á lista „Box office“ raðast myndir „eftir því hversu háum fjárhæðum þær safna í sölu aðgangsmiða.“ 4. „Til samanburðar má geta þess að fyrri mynd …
Molar um málfar og miðla 1272
Í hádegisfréttum Bylgjunnar (03.08.2013) var sagt: Á Neskaupstað er útihátíðin Neistaflug haldin hátíðleg. Betra hefði verið að segja, til dæmis: Í Neskaupstað er útihátíðin Neistaflug. Sagt er í kaupstaðekki á kaupstað. Óþarfi er að tala um hátíð sé haldin hátíðleg. Í þessum fréttatíma komu aðilar einnig við sögu í hverri lögreglufréttinni á fætur annarri. – …
Molar um málfar og miðla 1271
Úr frétt á mbl.is (02.08.2013): Ekki var hægt að yfirheyra þennan aðila vegna ölvunarástands en hann verður boðaður í skýrslutöku síðar. Á mannamáli hefði átt að segja: Ekki var hægt að yfirheyra manninn vegna þess hve drukkinn hann var. Það var eiginlega unun að hlýða á kjarnyrtan pistil Kristins R. Ólafssonar um Berlusconi í …
Molar um málfar og miðla 1270
Vesalings Manni! Svo mælir vinur Molanna. Prófessor Helgi Haraldsson í Osló, og vitnar í fyrirsögn á mbl.is : Manni sem var bjargað úr bílskúr er látinn http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/07/30/manni_sem_var_bjargad_ur_bilskur_er_latinn/. Þakka ábendinguna, Helgi. Þetta hefði átt að vera: Maður sem bjargað var úr bílskúr er látinn. Bjórauglýsing, áfengisauglýsing frá Thule , sem Ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir …
Molar um málfar og miðla 1269
Er Garðabær inn í dag? Þannig spurði fréttamaður Stöðvar tvö bæjarstjórann í Garðabæ í fréttum á mánudagskvöld (29.07.2013). Og bæjarstjórinn svaraði: Garðabær er inn og hefur verið inn bara mjög lengi og verður. Hallærisleg og óþörf enskusletta. Umsjónarmaður Morgungluggans á Rás eitt í Ríkisútvarpinu sagði okkur í morgun (01.08.2013) að Vilhjálmur Bretaprins yrði næsti …