Monthly Archive: júlí 2013

Molar um málfar og miðla 1248

  Norrænu stöðvarnar sýna fjölda heimildamyndir um samtíma og sögu. Færeyska sjónvarpið sýndi í kvöld (04.07.2013) mynd úr myndaflokknum : Kína tað nýggja heimsveldið. Ríkissjónvarpið íslenska forðast myndir af þessu tagi eins og heitan eldinn. Við þurfum nýtt fólk á efstu hæðirnar í Efstaleiti.   Jóhann Þorleifsson segir í tölvubréfi til Molaskrifara (04.07.2013): ,,Vísir byggir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1247

Í fréttum Ríkissjónvarps (03.07.2013) talaði fréttaþulur um gangnamunna Vaðlaheiðarganga. Þetta hefur oft verið nefnt áður í Molum. Eignarfallsfleirtalan gangna er af orðinu göngur, fjárleitir að hausti, sbr. gangnamenn. Göngur og réttir heitir bókaflokkur sem var kunnur að minnsta kosti á árum áður. Hér hefði átt að tala um gangamunna, op jarðganganna. Er það ágætum fréttamönnum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1246

Egill Þorfinnsson skrifaði Molum þetta ágæta bréf fyrr í vikunni (02.07.2013): ,,Sæll Eiður, Það er ekki oft sem ég sendi þér línu en geri það núna og mætti kannski gera það oftar.  Þessi frétt er á dv.is í dag undir fyrirsögninni „Vísað burt út af Gordon Ramsey“ Ég gríp hér í miðja fréttina. En á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1245

Molavin sendi eftirfarandi (02.07.2013):,,HARÐUR ÁREKSTUR VIÐ LANDSPÍTALANN segir í fyrirsögn fréttar á ruv.is (2.7.13) og fréttin hefst á þessum orðum: „Tveir fólksbílar lentu í hörðum árekstri um klukkan hálf tíu á mótum Bústaðarvegs og Háaleitisbrautar í Reykjavík.“ Nú er það rétt að rekstrarlega heita sjúkrahúsin í borginni einu nafni Landsspítalinn – háskólasjúkrahús. Það er stofnanaheitið. Landspítalann þekkir fólk sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1244

  Gunnar sendi eftirfarandi (01.07.2013): „Hundruðir smábáta …“ sagði Heimir Már Pétursson í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, mánudag. Maður hefði haldið að svo reyndur fréttamaður vissi betur og segði: „Hundruð smábáta“. Þá virðist vefjast fyrir mörgum hvort tala eigi um hljómsveitir og íþróttahópa í eintölu eða fleirtölu. Andri Freyr sagði í morgun: „Brother Grass leika …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1243

Úr fréttum Stöðvar tvö (29.06.2013): … en fornleifafræðingum grunar. Það var og! Þeim grunar. Villur af þessu tagi ættu ekki að heyrast í fréttatímum. Er ekkert eftirlit með því hvernig skrifað er á þessum bæ? Molavin heyrði þetta líka og skrifaði: .,, Það er gott fyrir verðandi fréttamenn að fá sumarstörf á fréttastofum, en þá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1242

Molavin sendi eftirfarandi (29.06.2013): ,,Á bílasíðum Morgunblaðsins 28.6.13 má lesa þetta: „Auk þessa þá sögðu bílstjórarnir að til þess að minnka eyðsluna skal aka hnökralaust…“ Hér er „þá“ ofaukið og talmálslegt og á ekki heima í ritmáli, auk þess sem ætti að standa „skuli aka…“ Þekkingarleysi, óvandvirkni og hreint fúsk er orðið regla frekar en …

Lesa meira »

» Newer posts