Í fréttum Stöðvar tvö (02.06.2013) sagði fréttamaður: Þá var keppt í sjómann. Rétt áður talaði sami fréttamaður um áhafnarmeðlimi varðskipsins Þórs og átti þar við skipverja. Í Landa Ríkissjónvarpsins (02.06.2013) var rætt við hjón sem sinnt hafa kórstjórn og tónlistarkennslu á Suðurlandi og tala góða íslensku. Þau eru frá Ungverjalandi. En þulur sagði að þau …
Monthly Archive: júní 2013
Molar um málfar og miðla 1220
Sigurgeir sendi eftirfarandi (01.006.2013): ,,Ágæti Molaskrifari. Á DV á netinu í dag (1. júní) er frétt frá ritstjórn um væntanlegan, nýjan fjölmiðil á vegum Björgólfs Thors. Þar segir: „Að undanförnu hafa gengið orðrómar þess efnis að þeir félagar hyggist koma á fót eigin fjölmiðli…“ Í fávisku minni hélt ég að orðrómur væri eintöluorð (alla vega …
Molar um málfar og miðla 1219
Gunnar skrifaði (30.05.2013) ,,Á vefsíðu DV stendur: „Hún segist sjálf hafa kallað eftir aðstoð og sagt húsverði hússins að hún hafi heyrt barnsgrátur …“ Það er ekki rétt. Hún heyrði barnsgrát. Grátur, grát, gráti, gráts. Þarna er blaðabarnið að rugla saman beygingum á hlátri og gráti.” Rétt ábending, Gunnar. Úr illa skrifaðri frétt á mbl.is …
Molar um málfar og miðla 1218
Af mbl.is (29.05.2013): ,Flestir í þorpinu þekkja hver annan og Dahle var mjög þekktur. Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Ørnulf Hasla, yfirmaður útvarpsstöðvarinnar, í samtali við VG. Bæjarstjórinn sagði morðið hafa haft mikil áhrif á andrúmsloftið í bænum enda búi þar aðeins um 1.300 manns og allir kunnugir hver öðrum.” Þetta hefði mátt orða betur. …