Afbragðsþáttur frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og Samtökum lungnasjúklinga í Ríkissjónvarpinu í gærkveldi (30.05.2013) Manni sjálfum að kenna, – um reykingar og lungnasjúkdóma. Vonandi hefur þetta orðið til þess að hvetja einhvera til að drepa í í síðasta skipti. Vönduð dagskrárgerð og hnökralaus. Þennan þátt mætti endursýna fljótlega. Eitthvað annað en Andralandsruglið sem Ríkissjónvarpið bauð upp á …
Monthly Archive: maí 2013
Molar um málfar og miðla 1216
Molalesandi skrifar (28.05.2013) Í frétt undir yfirskriftinni ,,Heimska vex á Vesturlöndum“ sem birtist á visir.is (28. maí 2013) má lesa eftirfarandi: ,,Vísindamenn hafa verið að rannsaka greind þeirra sem uppi voru á Viktoríutímanum, sem er frá 1837 til 1901, og kennt er við Viktoríu Englandsdrottningu, og hafa komist að þeirri niðurstöðu að menn voru greindari …
Molar um málfar og miðla 1215
Í fréttum Stöðvar tvö var sagt frá börnum í Svíþjóð, sem hefðu verið ættleidd frá Golgata á Indlandi. Ætli allir hlustendur hafi gert sér grein fyrir því að verið var að tala um borgina sem jafnan hefur verið nefnd Kalkútta? Gæðin eru mjög góð, sagði talsmaður fyrirtækisins já.is í sama fréttatíma (26.05.2013) . Sá hinn …
Molar um málfar og miðla 1214
Í Morgunblaðinu (25.05.2013) var sagt frá fermingu íslenskra ungmenna í Luxemburg. Þau fóru í ferðalag og í fermingarbúðir. Fóru alla leið til Þýskalands, skrifaði blaðamaðurinn. Eitthvað hefur landafræðikunnáttu verið ábótavant hjá þeim sem þetta skrifaði. Það er ekki löng leið frá Luxemburg til Þýsklands. Landamæri ríkjanna liggja saman á 138 km kafla. Luxemburg á einnig …
Molar um málfar og miðla 1213
Helgi Haraldsson, prófessor emeritus í Osló sendi Molum eftirfarandi (24.05.2013) af dv.is: ,,Lögreglan skaut mennina tvo þegar hún mætti á vettvang en þeir eru sagðir hafa reynt að ráðast að lögregluþjónum. Báðir eru særðir og þar af einn lífshættulega”. Báðir særðir,.. þar af einn. Það var og! Sjá http://www.dv.is/frettir/2013/5/23/madurinn-sem-var-myrtur-i-woolwich-odaedinu/ Egill benti á eftirfarandi af visir.is …
Molar um málfar og miðla 1212
Sigurður H. Ólafsson skrifaði (22.05.2013) : ,,Í síðasta mola þá fjallaðir þú um Vaðlaheiðargöng, eða öllu heldur beygingu orðsins „göng“, sem er þörf áminning. Þá datt mér í hug að senda þé vangaveltur mínar sem ég hef burðast lengi með og finnst alltaf jafn ergilegt að heyra eða sjá á prenti. Þær vangaveltur eru um …
Molar um málfar og miðla 1211
Gunnar sendi eftirfarandi (22.05.2013): ,,Óttaleg sorpblaðamennska einkenndi frétt á www.vidskiptabladid.is, 22. maí. Þar var fyrirsögnin: „Löggan stoppaði Sigmund fyrir hraðakstur“. Undir mynd af Toyota-bifreið og lögreglubifreið stóð: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekinn“. Svo stóð í undirfyrirsögn: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og aðstoðarmaður hans voru stöðvaðir vegna hraðaksturs í Mosfellsdal á leið frá Laugarvatni“. En nánast í lok …
Molar um málfar og miðla 1210
Áskell skrifaði (19.05.2013): „…Hann notar hjólið oft sem samgöngumáta til og frá vinnu og var virkur þátttakandi í átakinu Hjólað í vinnuna. …“ segir á mbl.is Nú er spurt: Hvers vegna er verið að sulla orðinu „samgöngumáti“ í fréttina? Dugar ekki að segja að maðurinn noti hjól til að fara á milli heimilis og vinnu?” …
Molar um málfar og miðla 1209
Fjórum eða fimm sinnum var í frétt Stöðvar tvö (19.05.2013) um Vaðlaheiðargöng talað um gangnamunnann. Rétt hefði verið að tala um gangamunnann. Þarna var samræmi í vitleysunni. Eignarfallið af orðinu göng er ganga. Eignarfallið af orðinu göngur , fjárleitir, er hins vegar gangna. Þessvegna er talað um gangnamenn, þá sem fara í fjárleitir á fjöllum. …
Molar um málfar og miðla 1208
Orðavinur sendi eftirfarandi (17.05.2013): ,,Sæll Eiður og þakka þér enn fyrir molana. Ég er latur við að senda þér dæmi, en nú gat ég ekki annað. Í dag, 17. maí, er eftirfarandi fyrirsögn á visir.is: Mikill verðmunur á smokkum og lúsasjampói Hvernig datt ASÍ í hug að kanna verðmuninn á þessu tvennu? “ Þakka Orðavini …