Stór uppgötvun danskra lækna, segir í undirfyrirsögn í Morgunblaðinu (08.05.2013). Molaskrifari er á því að eðlilegra hefði verið að tala um merka uppgötvun, fremur en stóra uppgötvun. Hurð er fleki til að loka dyrum eða opi, segir orðabókin. Þessvegna er ekki rétt að tala um að ganga í gegn um hurð, eins og maður sem …