Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (02.05.2013) var frétt um strandveiðar. Sagt var frá versnandi veðri vestanlands og að margir hefðu þegar róið í land aftur. Molaskrifari er á því að sögnin að róa hafi ekki verið á réttum stað þarna. Það réru margir í morgun, fóru á sjó, héldu til veiða. Þegar menn hverfa frá vegna veðurs …