Enn einu sinni var aðalfréttatími Ríkissjónvarpsins skorinn niður við trog á föstudagskvöld (03.05.2013) vegna íþrótta. Það er eins og forráðamenn Ríkissjónvarpsins haldi að öll þjóðin standi á öndinni vegna eins handboltaleiks. Enn sannast að íþróttadeildin ræður dagskránni þegar henni svo sýnist. Nöturleg staðreynd. Hversvegna er íþróttarásin ekki notuð? Óformleg samskipti áttu sér stað milli formanna …