Monthly Archive: apríl 2013

Molar um málfar og miðla 1193

Sigurður Karlsson skrifaði (27.04.2013): ,,Fréttabullið og ónákvæmnin er of mikil: http://www.visir.is/fundu-hluta-af-lendingarbunad-thotu-sem-flaug-a-tviburaturnana/article/2013130429270 Hvað fannst hvar og hvenær, og svo er það stafsetningin !! Á maður ekki bara að sleppa því að lesa svona fréttasíður, þá sefur maður betur !” Líklega er það rétt. En lítið mundi maður sofa ef allar ambögur sem sjást og heyrast í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1192

Þegar kjörstaðir verða lokaðir klukkan tíu, sagði fréttamaður Ríkissjónvarps við okkur á laugardagskvöld (27.04.2013).Sami fréttamaður sagði nokkrum sekúndum seinna: …en það er ennþá eitthvað í að kjörstöðum loki ! Kjörstöðum loki! Gott væri að fá fólk sem er betur talandi en þessi dæmi sanna til að segja okkur fréttir í sjónvarpi. Það er með ólíkindum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1191

Það fylgir sumardeginum fyrsta að hlusta á Sumarkomu í útvarpinu, íslensk lög og ljóð um sumarið og sumarkomuna á Rás eitt. Molaskrifara venst því hins vegar illa að heyra þul tala um texta Jónasar Hallgrímssonar, texta Páls Ólafssonar og texta Þorsteins Erlingssonar. Allir ortu þeir ljóð. Eitthvað var bogið við upphaf skátamessunnar hefðbundnu þennan dag. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1190

  Í Fréttablaðinu  (23.04.2013) var talað um Hellisgerðisgarð í Hafnarfirði. Molaskrifari hefur ekki heyrt það áður. Nægt hefur að tala um Hellisgerði og allir vita við hvað er átt. Hvað segja Hafnfirðingar?   Klukkan 2100 að kveldi sumardagsins fyrsta (25.04.2013) sýndi Ríkissjónvarpið þátt sem var bannaður börnum. Klukkan 2145 sama kvöld  sýndi Ríkissjónvarpið svo þátt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1189

Það var dálítið á reiki í fréttum Ríkissjónvarps um nýja íbúðabyggð (21.04.2013) við Reykjavíkurflugvöll hvort um var að ræða 800 íbúa byggð eða 800 íbúða byggð. Á því er talsverður munur. Sennilega var átt við það síðarnefnda, en þetta kom ekki skýrt fram. Síðan verður þróunin sú að fólk byggir og kaupir íbúðir rétt við …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1188

Oft dáist Molaskrifari að því hve fjölfróðir og stálminnugir margir þeirra eru sem koma fram fyrir hönd sinna heimabyggða í Útsvari Ríkissjónvarps. En þegar spurt var um forsætisráðherra Breta við upphaf fyrri heimsstyrjaldar og nefndir voru til sögu Neville Chamberlain og Sir Alec Douglas Home, hvarflaði að Molaskrifara hvort það geti verið að sögukennslu í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1187

Af visir.is (18.04.2013): … sagði Björn þegar hann var inntur um stöðu málsins. Björn gerði ráð fyrir því að kæran yrði dregin til baka og frekari eftirmálar yrðu ekki af hans hálfu. – Tvær villur í tveimur línum. Ekki inntur um, heldur inntur eftir. Ekki eftirmálar ( sem eru lokaorð í bókarlok) heldur eftirmál sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1186

Í Kiljunni (17.04.2013) var aftur og aftur talað um konsept. Þetta var í viðtali vegna bókar sem vart getur talist tímamótaverk og átti kannski varla erindi í þáttinn. Hversvegna þurftu bæði Egill Helgason og höfundur að tönnlast á þessari slettu? Í þættinum Forystusætinu (17.04.2013) var rætt við formann Hægri Grænna sem hvorki má kjósa né …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1185

Svava Sigurðardóttir sendi Molaskrifara þetta athyglisverða bréf (17.04.2013): Sæll, Eiður Ég er að gera verkefni í íslenskri málnotkun um þýðingar í barnabókum. Ég þrengdi efnið og ákvað að skoða Disney bækur. Ég hef kynnt mér það að hjá Eddu útgáfu hafa verið endurútgefnar Disney bækur og þar er skipt út gömlum orðum sem þykja of …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1184

Niðursoðna konuröddin, sem kynnir dagskrá Ríkissjónvarpsins, kynnti ekki þáttinn í gærkveldi (17.04.2013) þar sem rætt var við formann Hægri grænna. Bættur skaðinn, segja sumir. Konuröddin byrjaði að kynna allt annan þátt. Svo var slökkt á henni. Engin skýring. Engin afsökun. Hvenær ætlar Ríkissjónvarpið að hætta þeim subbuskap að flytja okkur gamlar kynningar þar sem engu …

Lesa meira »

Older posts «