Monthly Archive: mars 2013

Molar um málfar og miðla 1170

  Viðtöl fréttamanna Ríkissjónvarpsins við veðurfræðinga á undan íþróttafréttum eru oft dálítið hallærisleg. Stundum er eins og fréttamaðurinn hafi ekki mikinn áhuga á því sem veðurfræðingurinn er að segja og er búinn að snúa sér að íþróttafréttamanninum næstum áður en veðurfræðingurinn hefur lokið máli sínu. Þessu reyndar auðvelt að breyta.   Skólahreysti sem Ríkissjónvarpið er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1169

Í fréttum Stöðvar tvö (25.03.2013) sagði formaður Sjálfstæðisflokksins: … héldu fast við sinn keip. Keipur er búnaður á borðstokki árabáts, áraþollur, til að halda árinni þegar róið er. Venja er að segja að einhver sitji við sinn keip þegar hann fæst ekki til að breyta um stefnu eða skipta um skoðun. Í fréttum Stöðvar tvö …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1168

Í fréttayfirliti Stöðvar tvö (24.03.2013) var talað um að laun á skrifstofu hefðu aukist .. Betra hefði verið að segja að laun á skrifstofu hefðu hækkað, – launakostnaður aukist. Í sama fréttatíma var sagt: Útgjöld nam rúmlega 90 milljónum. Rétt hefði verið að segja: Útgjöld námu rúmlega 90 milljónum. Skemmtilegt innslag í fréttum Stöðvar tvö …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1167

Skrifað er á visir.is (22.03.2013): Strákarnir í þættinum hringdu í Árna til að fá hann til að útskýra hugmynd sína um að koma á gangnasamgöngum á milli lands og eyja. Gangnasamgöngur? Það er greinilega eitthvað nýtt. Venja er að skrifa Eyjar með upphafsstaf, þegar átt er við Vestmannaeyjar. Maður sem rætt er við í fylgiblaði …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1166

Sæmundur E. Þorsteinsson sendi eftirfarandi (21.03.2013): ,,Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag 20.3. var sagt frá skipi sem keypt hafði verið „til að þjónusta olíuleit“. Sögnin „að þjónusta“ hefur mjög fært sig upp á skaftið undanfarin ár. Mér finnst setningin varla skiljanleg, á að nota skipið til olíuleitar eða einhvers annars sem tengist olíuleit? Annars var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1165

Af mbl.is (20.03.2013): Bandaríska olíufélagið Anadarko Petroleum segist hafa fundið „hugsanlega risastóra“ olíulind á hafi úti í Mexíkóflóa. Olíulind á hafi úti?   Í fyrirsögn á dv.is (20.03.2013) segir: Kaup á vændi er ólöglegt. Hér ætti að standa: Kaup á vændi eru ólögleg. Við segjum: Kaupunum var rift. Ekki: Kaupinu var rift. Réttilega hefst fréttin …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1165

Af mbl.is (20.03.2013): Bandaríska olíufélagið Anadarko Petroleum segist hafa fundið „hugsanlega risastóra“ olíulind á hafi úti í Mexíkóflóa. Olíulind á hafi úti? Í fyrirsögn á dv.is (20.03.2013) segir: Kaup á vændi er ólöglegt. Hér ætti að standa: Kaup á vændi eru ólögleg. Við segjum: Kaupunum var rift. Ekki: Kaupinu var rift. Réttilega hefst fréttin á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1164

Magnús Einarsson sendi eftirfarandi (19.03.2013): ,,Símsvörun hjá fjölda fyrirtækja er oft svona: Þú ert kominn í samband við….. Vinsamlega bíðið, þú ert númer 5 í röðinni. Þarna er þúað í öðru orðinu og þérað í því næsta. Þá ætti þetta að vera svona: Þér eruð komnir í samband við….. Vinsamlega bíðið, þér eruð númer 5 …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1163

Málfróður Molalesandi sendi eftirfarandi (18.03.2013) ,,Á hverjum degi sjást leiðinlegar ambögur með „myndi, … myndi … myndi …“ Þessi hjálparsögn sækir á í málnotkun í samböndum sem ætti tvímælalaust að forðast að nota hana. Hjálparsögnin „myndi / mundi“ táknar í eðlilegu máli fyrirvara og efasemdir. Oft birtir hún einhvers konar spádóm eða tilgátu eins og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1162

Píratar kynna úrslit prófkjara, segir í fyrirsögn á mbl.is (16.03.2013). Molaskrifari er á því að fyrirsögnin hefði átt að vera: Píratar kynna úrslit prófkjöra. Það er í í samræmi við beyginguna á hvorugkynsorðinu prófkjör sem er að finna á vef Árnastofnunar, beygingarlýsingu íslensks nútímamáls. Molalesandi sendi þetta (16.03.2013): ,,Í tilkynningu lögmannsstofunnar Lex (sjá http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_adsent/fordaemalausar-hotanir-i-samskiptum-logmanna) má …

Lesa meira »

Older posts «