Monthly Archive: mars 2013

Molar um málfar og miðla 1161

Athugull lesandi benti á eftirfarandi,,Hér er dæmi um eitt atriði sem þú hefur hamrað á í gegnum tíðina en virðist ekki síast inn hjá sumum blaðamönnum: „Eftirmálar af ræðukeppni …“ segir í undirfyrirsögn . Þarna ætti að standa eftirmál.” Þetta var á fréttavef DV (15.03.2013) Sumum virðist alveg fyrirmunað að gera nokkurn greinarmun á þessu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1160

Þorgils Hlynur Þorbergsson þakkar Molaskrif og sendi eftirfarandi athugasemd (14.03.2013) Hann víkur fyrst að orðinu geðprýðishöfn sem nefnt var hér í Molum fyrir skömmu: ,,Eigi veit ég heldur svo gjörla hvað átt er við með geðprýðishöfn (svo!) en ég hefði frekar mælt með orðinu geðprýðihöfn, þar sem prýði er að sjálfsögðu kvenkynsorð, Í því samhengi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1159

Í Spegli Ríkisútvarpsins (12.03.2013) var sagt: … gefur til kynna að meginþorri olíu- og gasauðlinda heimsins sé ekki lengur að finna … Hér hefði átt að segja: ,… að meginþorra þessara auðlinda sé ekki lengur að finna …. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarps hefur tvisvar sinnum í þessari viku verið fjallað skynsamlega um innistæðulaus loforð stjórnmálaflokka um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1158

K sendi eftirfarandi (12.03.2013) ,,Þetta er alveg dásamlegt frá Mogga. Síðar í fréttinni kemur fram að maðurinn slapp með skrámur og er alls ekki fótalaus. ,,Breskur karlmaður á fimmtugsaldri lenti í því nýverið þegar hann var að við fjallaklifur í Snowdonia-héraði í Wales að missa fæturna þegar snjóköggull féll á hann…..“ http://www.mbl.is/folk/verold/2013/03/11/rann_i_fjallaklifri_og_tok_thad_upp/ Það er svolítill, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1157

Í fréttum Ríkissjónvarps (10.03.2013) var talað um mann í Pakistan sem talinn hefði verið í ölvunarástandi. Var ekki maðurinn bara talinn ölvaður, drukkinn eða jafnvel fullur? Það er búið að sýna níu þætti úr þáttaröðinni Neyðarvaktinni í Ríkissjónvarpinu. Samt heldur niðursoðna konuröddin (Hér- hikk- á rúv) áfram að kynna þetta sem nýja þáttaröð (10.03.2013). Hvað …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1156

Tungutakspistill Gísla Sigurðssonar prófessors í íslensku við Háskóla Íslands í Morgunblaðinu á laugardag (09.03.2013) er gott dæmi um málstefnu þeirra sem kallaðir hafa verið reiðareksmenn. Það eru þeir sem er nokk sama hvernig móðurmálið þróast svo lengi sem það skilst. Þannig skipti ekki máli hvort talað um Landeyjarhöfn (eins og stundum sést) eða Landeyjahöfn. Molaskrifari …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1155

Í svonefndum Hraðfréttum, sem Ríkissjónvarpið flutti þjóðinni á laugardagskvöld, sagði ,,fréttamaður” okkur frá söngkonu sem sigraði söngkeppni í Síle eins og allir vita. Ef Ríkissjónvarpið telur þetta nauðsynlegan dagskrárlið ætti að sjá til þess að textinn sem lesinn er sé ambögulaus. Það sigrar enginn keppni. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er minnst víða í dag, var sagt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1154

Íslenskar getraunir auglýstu á Bylgjunni (06.03.2013) að málþing væri frestað. Heyrði ekki betur en þetta væri svo endurtekið í Ríkisútvarpinu. Rétt hefði verið að segja að málþingi hefði verið frestað. K.E. sendi eftirfarandi (06.03.2013): ,,Myndatexti hjá mbl.is: ,,Tveimur björgunarbílum lenti saman í sortanum á Suðurlandsvegi nú síðdegis“ Ekki kann það góðri lukku að stýra ef …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1153

Í óveðursfréttum frá Bandaríkjunum á mbl.is (05.03.2013) var New York allt í einu orðin höfuðborg Bandaríkjanna ! New York er vissulega mikil borg, en er ekki höfuðborg, ekki einu sinni í New York ríki. Sú heitir Albany. Þessi villa var reyndar leiðrétt. Lofsvert er, að greinilega er aukið eftirlit með skrifum fréttabarna, sem leyft er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1152

Hafa þessir föstu bílar verið að olla miklum vandræðum? Þannig spurði fréttamaður Ríkisútvarps í hádegisfréttum á miðvikudag (06.03.2013) í annars prýðilegu yfirliti yfir ófærð og óveður á Suðvesturlandi. Sé málfarsráðunautur enn starfandi við Ríkisútvarpið ætti hann að halda sérstakt námskeið um notkun og beygingu sagnarinnar að valda. Það er engin sögn til í íslensku sem …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts