Monthly Archive: mars 2013

Molar um málfar og miðla 1151

,,Vonbrigði hvernig málinu er fyrir komið”, segir í fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þetta á að vera tilvitnun í Salvöru Nordal, fyrrverandi formann Stjórnlagaráðs. Í fréttinni kemur hinsvegar fram að Salvör hafi sagt :,, … segir mikil vonbrigði hvernig komið sé fyrir stjórnarskrárfrumvarpinu á Alþingi.” Það er annað mál. Þeir sem gera athugasemdir við ambögur og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1150

Lífsval ehf auglýsir búrekstrarjarðir til sölu í Morgunblaðinu (02.03.2013). Búrekstrarjarðir er öldungis óþarft nýyrði. Nægt hefði að auglýsa jarðasölu, að jarðir væru til sölu. Stundum er talað um bújarðir, en ekki hefur Molaskrifari áður heyrt talað um búrekstrarjarðir. Fremur kjánaleg frétt birtist á mbl.is (02.03.2013) um mann sem beið bana þegar jörðin opnaðist undir rúmi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1149

Fengu alls tæp tíu ár fyrir nauðgun, segir í fyrirsögn á mbl.is (01.03.2013). Fréttin er um fangelsisdóma sem tveir menn fengu fyrir að nauðga stúlku. En hvaða tilgangi þjónar að leggja saman lengd fangavistarinnar sem hvor um sig var dæmdur til að afplána? Það liggur ekki í augum uppi. Þú þarft ekki tilefni fyrir góðri …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1148

Lesandi skrifar (28.02.2013): ,,Mér finnst orðið staðgöngumóðir vera bærilegt en staðgöngumæðrun finnst mér nánast vera skrípi. Hvernig væru orðin: vildarmóðir, vildarmeðganga …?” Þessu er hér með komið á framfæri.   Ríkissjónvarpið sýndi í vikunni ágæta heimildamynd um feril og endalok ,,slátrarans frá Lyon” nasistaforingjans Klaus Barbie. Í allri hógværði mætti benda þeim í Efstaleiti á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1147

L.J. sendi eftirfarandi (27.02.2013) : ,Þegar ég las í gær fyrirsögn í Morgunblaðinu „Málkenndin er í tómu tjóni“ þá datt mér í hug það sem fréttakona á Stöð 2 sagði í fréttum fyrir helgi. Hún var að tala um framboð til væntanlegra alþingiskosninga og sagði að kjörseðillinn stefndi í að verða metri á breidd. Þá …

Lesa meira »

» Newer posts