Monthly Archive: apríl 2013

Molar um málfar og miðla 1183

Ritsnilldin á dv.is lætur ekki að sér hæða (15.04.2013): Tveir norskir táningar voru í kastljósi norskra fjölmiðla nýlega þar sem þeir höfðu fundið mikið magn af pening og skiluðu honum. Sama villa er í fyrirsögn fréttarinnar. Það þarf meira en lítinn kjánagang til að skrifa um mikið magn af pening. Táningarnir fundu mikið fé, mikið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1182

Molavin sendi eftirfarandi (14.04.2013):,,Allt að 100 manns hafa komið að leitinni…“ segir í Bylgjufrétt um starf björgunarsveita í dag, 14. apríl. Þar er trúlega átt við þá, sem tóku þátt í leitinni en ekki hina sem áttu þar leið um. Orðin ,,aðkoma” og ,,nálgun” eru nú tízkuorð í fréttamáli og notuð þegar sjálfsagt er að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1181

Í kvöldfréttum Ríkisútvarps (12.04.2013) var tekið svo til orða, að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefði ámálgað að hætta sem formaður. Molaskrifari hefði notað annað orð. Sagt til dæmis að hann hefði gefið til kynna, gefið í skyn, látið liggja að því eða ýjað að því að hann ætlaði að hætta. Í málvitund Molaskrifara er að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1180

Tvær kosningar í röð … , sagði fréttamaður Stöðvar tvö (11.04.2013). Eiginlega hefði maður haldið að það væru bara fréttabörnin sem gerðu sér ekki grein fyrir því að kosningar er fleirtöluorð og því hefði fréttamaður átt að segja: Tvennar kosningar í röð …. Á miðvikudagskvöld (10.04.2013) var sagt í Ríkissjónvarpinu að kvöldið eftir mundi Bjarni …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1179

Enn eflir Ríkisútvarpið framlag sitt til málverndar eins og því ber skylda til lögum samkvæmt. Málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins hefur ákveðið, úrskurðað eða dæmt að orðið Evróvisjón skuli útlægt gert. Orðið er svona hálfíslenskun á ensku orði. Eurovision skal fyrirbærið heita upp á ensku! Boðskapurinn hefur verið sendur til starfsmanna. Næst kemur væntanlega frá Ríkisútvarpinu að ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1178

Stórfyrirtæki eiga að vera vönd að virðingu sinni. Líka um það hvernig þau auglýsa, kynna starfsemi sína í fjölmiðlum. Icelandair auglýsti nýjan áfangastað í opnuauglýsingu í dagblöðunum. Þar vorum við ávörpuð á ensku: Start spreading the news! (Látið fréttirnar berast !) Við forráðamenn Icelandair vill Molaskrifari segja þetta: Sýnið okkur þá kurteisi að ávarpa okkur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1177

Fréttamenn Ríkisútvarps eru ekki öfundsverðir þessa dagana að fást við og kynna fjórtán framboð eða svo. Þeir eiga mína samúð. En til þeirra verður að gera kröfur. Í þættinum Forystusætinu á mánudagskvöld (08.04.2013) var rætt við fulltrúa Dögunar , Andreu Ólafsdóttur. Hún sagði, að 200 til 250 milljarða þyrfti til greiða niður skuldir heimilanna, og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1176

Samanburður á kvölddagsskrám Ríkissjónvarpsins og þeirra norrænu sjónvarpsstöðva sem geta verið aðgengilegar hér á landi leiðir í ljós að á föstudags- og laugardagskvöldum býður Ríkissjónvarpið þjóðinni yfirleitt upp á ruslfæði meðan kjarnbetri matur er á boðstólum hjá norrænu stöðvunum. Ekki síst í ljósi ákvörðun forráðamanna ÍA, var sagt í fréttum Stöðvar tvö (06.04.2013). Í ljósi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1175

Molavin vitnar í visir,is (06.04.2013): „Töluverður viðbúnaður var á Tryggvagötunni í dag þar sem tilkynningin til Neyðarlínunnar hljómaði á þá leið að tvær konur væru meðvitundarlausar í bifreið eftir að hafa klesst á vegginn. “ Það barnamál er tvítekið í fréttinni að bíll „hafi klesst“ á húsvegg – og hvernig „hljómar“ tilkynning til Neyðarlínunnar? Fréttabörnin …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1174

Hversvegna fá áhorfendur Ríkissjónvarpsins aldrei að sjá vandaða erlenda fréttaskýringaþætti eins og til dæmis Newsday (BBC) og Urix (NRK) svo aðeins tveir séu nefndir? Er þetta bannvara að mati æðstu stjórnenda Ríkisútvarpsins? Lesandi bendir á þessa frétt á mbl.is (04.04.2013) og segir: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/04/03/sprengja_ur_seinna_stridi_i_berlin/ ,,Las þessa frétt áðan og varð hálf kjaftstopp yfir málfræðinni sem í …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts