Það var gaman að sjá frétt um framkvæmdir Færeyinga í flugmálum í fréttum Stöðvar tvö (03.04.2013). Þrjár nýjar þotur, lengd flugbraut og ný og glæsileg flugstöð. Gamla flugstöðin var reyndar alls ekki gömul, – hún var svo gott sem ný sé miðað við skúraræksnin úr seinni heimsstyrjöld sem borgaryfirvöld í höfuðborg Íslands leyfa sér að …
Monthly Archive: apríl 2013
Molar um málfar og miðla 1172
Þau Sigmar og Jóhanna Vigdís komust ágætlega frá því að stjórna löngum umræðuþætti við stjórnmálaleiðtoga á þriðjudagskvöld (02.04.2013) Molaskrifari veit af gamalli reynslu að það meira en að segja það að stjórna umræðum þar sem þátttakendur eru svo margir. Þetta tókst prýðilega. Málfróður Molalesandi sendi eftirfarandi ((02.04.2013) “Ekki batnar Birni enn banakringlu verkurinn, var ort …
Molar um málfar og miðla 1171
Aftur og aftur sér maður sömu villurnar. Í viðtali við veitingamann í Páskablaði DV (27.03. 2013) sagði: … þegar hér var komið við sögu. Rétt hefði verið að segja: …þegar hér var komið sögu. Hinsvegar má segja til dæmis: Hann kom ekkert við sögu, þegar húsið var byggt. Allt annar handleggur. Í síðdegisfréttum Ríkisútvarps (27.03.2013) …