Monthly Archive: maí 2013

Molar um málfar og miðla 1207

Á miðvikudag (15.05.2013) flaskaði fréttastofa Ríkisútvarpsins á umfjöllun um gjald fyrir strandveiðileyfi eins og vikið var í Molum (1205). Sagði að menn greiddu níu krónur og fimmtíu aura fyrir þorskígildistonnið. Átti að vera fyrir kílóið. Munurinn var þúsundfaldur. Svipað henti Mogga sama dag sem í sínum óendanlega Evrópufjandskap sagði lesendum sínum að ekki svaraði lengur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1206

Í fréttum Ríkissjónvarps (14.05.2013) var sagt: Kristján segir að fyrirbyggjandi aðgerðir eins og þessari fari fjölgandi … Hér er ekki vel að orði komist. Fréttamaður hefði átt að segja: Kristján segir að fyrirbyggjandi aðgerðum eins og þessari fari fjölgandi … Af mbl.is (14.05.2013): Fiskurinn nam hvorki meira né minna en 46,7 kíló og var um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1205

Sumir fréttaskrifarar hafa óskiljanlegt dálæti á sögnina að staðsetja. Af visir.is (14.05.2013): Breski auðmaðurinn Sir Richard Georg hefur keypt íslenska hesta fyrir í kringum 100 milljónir kr. Þeir eru staðsettir á bænum Lækjarmóti II í Víðidal í Húnaþingi. Hestarnir eru á bænum Lækjarmóti II í Víðidal … Blaðamaðurinn sem skrifaði þetta var víst staðsettur á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1204

Egill skrifaði (14.05.2013): Á dv.is í dag, þriðjudag: „Hún segist þyngjast um 20 kíló á sex mánaða fresti.“ Ég vildi ekki vera nálægt þessari konu á því augnabliki sem hún springur út um 20 kíló. E.t.v. hefur blaðamaður átt við á sex mánaða tímabili.- Já rétt er það Egill. Eins gott að vera í hæfilegri …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1203

Molaskrifari les jafnan Tungutakspistla í Morgunblaðinu á laugardögum , sér til gagns og fróðleiks. Pistillinn sl. laugardag (11.05.2013) hófst svona: Mörg hafa komið að máli við mig …. Molaskrifari hnaut um þetta. Mörg hvað? Mörg fólk? Svo fór hann að hugsa. Þetta skrifar prófessor í móðurmálsfræðum við Háskóla Íslands. Þetta hlýtur að vera rétt. Það …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1202

Sjö slökkviliðsmenn á Akureyri eru í áminningarferli, segir í frétt á dv.is (08.05.20113). Þetta hefði mátt orða öðruvísi og skýrar. Er ekki verið að segja okkur að sjö slökkviliðsmenn á Akureyri hafi verið áminntir, fengið áminningu? Þegar skúta hans skyndilega hvolfdi, sagði íþóttafréttamaður Stöðvar tvö (10.05.2013). Í inngangi fréttarinnar sagði annar íþróttafréttamaður: Skúta hans hvolfdi. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1201

Stór uppgötvun danskra lækna, segir í undirfyrirsögn í Morgunblaðinu (08.05.2013). Molaskrifari er á því að eðlilegra hefði verið að tala um merka uppgötvun, fremur en stóra uppgötvun. Hurð er fleki til að loka dyrum eða opi, segir orðabókin. Þessvegna er ekki rétt að tala um að ganga í gegn um hurð, eins og maður sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1200

Gunnar skrifar: ,,Það hefur tíðkast um alllangt skeið að tilkynna um færð og ástand vega í útvarpinu, m.a. á Rás 2. Nú hafa þeir kjánarnir í Virkum morgnum, Andri Freyr og Sólmundur (Gunna Dís er í leyfi) tekið upp á því að syngja (eða gaula) við undirleik þennan viðvörunar- og upplýsingatexta. Fyrir vikið verður þetta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1199

Stundum rugla menn saman orðtökum. Í kvöldfréttum Ríkisútvarps (05.05.2013) var sagt: .. að öðrum kosti gætu öfgamenn í hópi uppreisnarmanna náð undirhöndinni. Hér er orðtakabrengl á ferð á ferðinni. Ruglað er saman að ná yfirhöndinni og að hafa undirtökin, – ráða ferðinni, vera í betri stöðu en andstæðingurinn eða keppinauturinn. Í fréttum Stöðvar tvö (05.05.2013) …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1198

Til hvers er Ríkissjónvarpið með sérstaka íþróttarás, ef íþróttadeildinni líðst aftur og aftur að ryðjast inn í aðaldagskrá og riðla henni eins og gerðist í gærkveldi (06.05.2013)? Dagskrá seinkaði um tæplega 15 mínútur. Ekki kom nein afsökun frá niðursoðnu konuröddinni sem kynnir dagskrána. Ekki frekar en venjulega. Ríkissjónvarpið heldur áfram að sýna okkur ókurteisi. Þorgils …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts