Monthly Archive: maí 2013

Molar um málfar og miðla 1197

Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (02.05.2013) var frétt um strandveiðar. Sagt var frá versnandi veðri vestanlands og að margir hefðu þegar róið í land aftur. Molaskrifari er á því að sögnin að róa hafi ekki verið á réttum stað þarna. Það réru margir í morgun, fóru á sjó, héldu til veiða. Þegar menn hverfa frá vegna veðurs …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1196

Enn einu sinni var aðalfréttatími Ríkissjónvarpsins skorinn niður við trog á föstudagskvöld (03.05.2013) vegna íþrótta. Það er eins og forráðamenn Ríkissjónvarpsins haldi að öll þjóðin standi á öndinni vegna eins handboltaleiks. Enn sannast að íþróttadeildin ræður dagskránni þegar henni svo sýnist. Nöturleg staðreynd. Hversvegna er íþróttarásin ekki notuð? Óformleg samskipti áttu sér stað milli formanna …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1195

Þorgils Hlynur Þorbergsson sendi þessa athugasemd (30.04.2013): ,,Á netmiðlinum pressan.is stóð: Brynjar afsakar hrokann. Þá hafði hann (Brynjar Níelsson, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins) verið i viðtali í þættinum Harmageddon á ágætri útvarpsstöð, X-inu, þar sem hann sagði skoðun sína á náttúruvernd. Baðst Brynjar ekki frekar afsökunar á hroka sínum? Það að afsaka eitthvað eða einhvern, þar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1194

Hvar er íþróttarás Ríkissjónvarpsins? Í gærkveldi (01.05.2013) seinkaði dagskránni um næstum 45 mínútur vegna íþrótta. Ríkissjónvarpið hvorki skýrði né afsakaði seinkunina. Það sýnir áhorfendum ómældan dónaskap. Enn einu sinni. Niðursoðin konurödd kynnir dagskrána og þar er engu hægt að breyta ef eitthvað ber út af. Þetta háttlag er stjórnendum Ríkisútvarpsins til skammar. Þetta gerir engin …

Lesa meira »

» Newer posts