Í kvöldfréttum Ríkisútvarps (20.10.2013) var talað um að kjósa með tillögu. Rétt hefði verið að tala um að greiða atkvæði með tillögu. Áður hefur verið vikið að þessu orðalagi hér í Molum. Það bregst ekki fréttamat Moggans, þegar pólitíkin er annarsvegar. Í mánudagsblaðinu (21.10.2013) voru tvær eindálka fréttir á fremur lítt áberandi stað …