Forsetahjónin í fárviðri í Fjarðabyggð, segir í fyrirsögn á DV (23.10.2013). Hvílíkt rugl. Þau lentu í venjulegu íslensku haustveðri fyrir austan. Hvergi var frá því greint í fréttum að fárviðri hefði geisað í Fjarðabyggð. Orð missa merkingu, þegar þau eru misnotuð með þessum hætti. Enn einu sinni urðu fréttirnar hornreka í Ríkissjónvarpinu í gærkveldi(23.10.2013) …