Helgi Haraldsson , prófessor emeritus í Osló sendi molum línu (15.11.2013): Helgi spyr: ,,Eru til kirkjur með sérstakar grátur fyrir börn? Sem gefa frá sér hljóð?! Sjá: ,,Ótrúleg björgun þriggja ára telpu – Féll á milli rimla á fjórðu hæð og hékk á höfðinu Eftir að hafa heyrt barnsgrátur urðu vegfarendur í borginni Guilin í Kína skelfingu …
Monthly Archive: nóvember 2013
Molar um málfar og miðla 1353
Fanney benti á eftirfarandi frétt á mbl.is)14.11.2013) og spyr: Hvað er að afla tekjur? http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/11/13/malta_selur_rikisborgararett/ ,,Haft er eftir Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, í frétt írska dagblaðsins Irish Independent að tilgangurinn með áætluninni sé að afla ríkissjóði eyríkisins tekjur og laða að fjársterka aðila sem kynnu að vilja fjárfesta innan þess.” Molaskrifari þakkar Mörtu ábendinguna. Orð að …
Molar um málfar og miðla 1352
Í fréttayfirliti Stöðvar tvö á þriðjudagskvöld (12.11.2013) var sagt að forstjóri MS, Mjólkursamsölunnar, skildi ekki fárið vegna umræðu um sykurinn sem fyrirtækið mokar í mjólkurvörur. Elín Hirst, alþingismaður, hafði vakið athygli á þessu í þingræðu. Það var sannarlega ekki að tilefnislausu. Ekkert kom hinsvegar fram í fréttatímanum um þetta. Ummæli hans sem vitnað var til …
Molar um málfar og miðla 1351
Af mbl.is (12.11.2013): Lokað er yfir Vatnskarð í óákveðinn tíma vegna þverunar flutningabíls. Sjálfsagt skilja þetta flestir. Skýrara hefði verið: Vegurinn yfir Vatnsskarð er lokaður um óákveðinn tíma, en þar er flutningabíll þversum á veginum. Skarðið heitir Vatnsskarð, ekki Vatnskarð. Landafræði, – landafræði er veikur hlekkur hjá ungu fjölmiðlafólki, enda er landafræði ekki lengur kennd …
Molar um málfar og miðla 1350
Margar athugasemdir má gera við fréttir Stöðvar tvö á laugardagskvöldið (09.11.2013): Í skjátexta var sagt um seglskútuna Ópal sem kom til hafnar í Reykjavík þá um daginn: Ópal leggur að höfn. Molaskrifara finnst þetta vera óttaleg ambaga. Ópal lagist að bryggju í Reykjavíkurhöfn. Fellibylurinn sem valdið hefur miklum mannskaða og gífurlegu tjóni á Filippseyjum …
Molar um málfar og miðla 1349
Stærsti stormur sögunnar, stóð í skjátexta í fréttum Stöðvar tvö á föstudagskvöld (08.11.2013). Í fréttum Ríkissjónvarps sama dag var skjátextinn: Öflugasti fellibylurinn. Miklu betra. Molavin skrifaði (10.11.2013): ,,Björgunarsveitin var kölluð út á Bárugötu rétt fyrir kvöldmatarleytið í dag en þar hafði vinnupallur fokið til í óveðrinu og hafnað á bíl sem lagður var við …
Molar um málfar og miðla 1348
Í morgunþætti Rásar tvö á fimmtudag (07.11.2013) var fróðlegt viðtal við Einar Sigurðsson forstjóra Mjólkursamsölunnar um skyrið, framleiðslu og sölu á íslensku skyri erlendis. Einar sagði að allar þjóðir vernduðu sinn landbúnað með tollum. Hvað um þjóðirnar innan ESB? Molaskrifaði saknaði þess að umsjónarmenn, sem ræddu við Einar, skyldu ekki spyrja hann hverju það …
Molar um málfar og miðla 1347
Hótel Saga í Bændahöllinni býður upp á boost og ávaxtasafa, – viðskiptavinum er boðið að panta sér sinn uppáhalds boost. Molaskrifari játar fáfræði sína, enda þótt hann þekki enska orðið boost. Í átta fréttum Ríkisútvarps (07.11.2013) um dánarorsök Yassirs Arafats var haft eftir ekkju hans: Hún sagði að sig grunaði ekki neinn sérstakan um …
Molar um málfar og miðla 1346
Eiríkur Hermannsson skrifaði (05.11.2013): Að munda gullfótinn! Sæll, Eiður, og þakka þér fyrir málfarspistla þína, sem ég reyni að fylgjast með reglulega. Margt hefur verið sagt um mismæli og ambögur sem falla í beinum íþróttalýsingum. Það er yfirleitt ekkert stórvægilegt og getur hent hvern sem er. Verra þykir mér þegar mismæli eða rökleysur festast og …
Molar um málfar og miðla 1345
Molalesandi skrifar (04.11.2013): ,,Sæll, – þar sem ég hef ekki pappírsútgáfu af Morgunblaðinu í dag þá get ég ekki fullyrt að frétt sem ég vitna í sé samhljóða þar og í vefútgáfu. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/11/04/segja_uppsagnir_vofa_yfir/ Félagsmenn starfsmanna ríkisstofnana óttast…..Upphafið á fréttinni í vefútgáfunni er óskiljanlegt með öllu.” Molaskrifari þakkar bréfið. Fréttirnar eru samhljóða á mbl.is og …