Sunnudagsmorgnarnir eru góðir á Rás eitt. Síðastliðinn sunnudag (03.11.2013) hlustaði Molaskrifari á þátt Unu Margrétar Jónsdóttur, Tónlist í straujárni, Spjall þeirra Ævars Kjartanssonar og Gísla Sigurðssonar við Örnólf Thorsson um fornsögur og þátt Höllu Steinunnar Stefánsdóttur, Girni grúsk og gloríur. Allt úrvals efni eins og best gerist á Rás eitt. Fyrrum fréttamaður skrifaði …
Monthly Archive: nóvember 2013
Molar um málfar og miðla 1343
Málfarið hjá þeirri deild mbl.is sem kölluð er Smartland er oft óviðjafnanlegt. Fyrirsögn þaðan: Í ,,mjólk” einum fata. Sjá http://www.mbl.is/smartland/frettir/2013/11/01/i_mjolk_einum_fata/ Hann mjólkin, eða hvað? Er Mogginn montinn af þessu? Eru strákar heimskari en stelpur? Svona var spurt í Spegli Ríkisútvarpsins á föstudagskvöld (01.11.2013). Ja, hérna. Af mbl.is (01.11.2013): Fálki einn hefur að undanförnu …
Molar um málfar og miðla 1342
Fyrrum fréttamaður skrifaði (31.10.2013): ,,Vek athygli á notkun orðskrípisins ,,óásættanlegur“. Man að þetta náði flugi fyrir nokkrum árum og eins og mig minni að forystumenn ASÍ hafi átt heiðurinn að því, en það er aukaatriði. Nú er allt orðið „óásættanlegt“ sem ekki er viðunandi, er óþolandi, ófært, óframbærilegt, slæmt, afleitt o.s.frv. Merkilegt þegar svona ófögnuður …
Molar um málfar og miðla 1341
Í fréttum af manni sem braut flösku í tollinum í Keflavík var ítrekað sagt að í flöskunni hefði verið amfetamínbasi. Basi er orð sem er notað yfir lút, en nú er Molaskrifari næsta ófróður um þessi efni og spyr þessvegna – var þetta ekki einskonar amfetamín þykkni? Í ágætri Kilju Egils Helgasonar á miðvikudagskvöld …