Í fréttum Stöðvar tvö (25.02.2014) var talað um tímabundinn forseta Úkraínu. Sennilega var átt við bráðabirgðaforseta. Eða settan forseta eins og ágætlega var sagt var í fréttum Ríkissjónvarps. Nema óvenjulegur asi hafi verið á manninnum, hann hafi verið mjög tímabundinn. Í fréttaskrifum er alltaf betra að vita merkingu orðanna sem notuð eru. Morgunblaðið gætti …