Monthly Archive: mars 2014

Molar um málfar og miðla 1442

Í inngangi fréttar í Ríkisútvarpinu (28.03.2014) um atkvæðagreiðslu um heimild til verkfallsboðunar hjá flugvallastarfsmönnum var sagt þeir væru að kjósa um verkfall. Ekki kann Molaskrifari að meta það orðalag. Í fréttinni talaði fréttamaður réttilega um að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Þetta var sömuleiðis rétt í fréttinni á vef Ríkisútvarpsins: http://www.ruv.is/frett/fyrsta-vinnustoppid-yrdi-8april   Í fréttum Ríkisútvarpsins klukkan …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1441

Óralangt er síðan Molaskrifari síðast hlustaði á Virka morgna á Rás tvö í Ríkisútvarpinu. Hlustaði stundarkorn að morgni miðvikudags (26.03.2014). Þáttarstjórnendur höfðu orðið: Þetta er ekkert að gerast fyrir mig, sagði Andri Freyr Viðarsson. Nokkru síðar sagði Guðrún Dís: Maður getur skrikað fótur. Kannski þarf sérstakan málfarsleiðbeinanda við þennan þátt.   Af mbl.is (26.03.2013): Ljóst …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1440

Lesandi ,SIG, skrifaði (24.03.2014) vegna fréttar á dv.is: http://www.dv.is/frettir/2014/3/24/kolnar-nokkud-skart-ur-vestri/ ,,DV skrifaði upp af vef Vegagerðarinnar um breytingar á veðrinu (24.3). Bæði í fyrirsögn og upphafi fréttarinnar stóð: „Kólnar nokkuð skart úr vestri“. Þannig stóð þetta þar til eftirfarandi spurning var borin upp í athugasemdakerfinu: „Hvers konar skart er þetta sem kólnar? Armbönd og eyrnalokkar eða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1439

Molavin skrifaði (21.03.2014):,, Úr mbl.is-frétt 21.3: ,,Þýfið hefur ekki fundist, en maðurinn hafði á brott fjármuni úr sjóðsvél.“ Hér étur blaðamaður upp orðrétt stofnanamál úr lögreglutilkynningu. Orðið ,,sjóðsvél“ er aldrei notað í daglegu tali. Þar er átt við peningakassa í afgreiðslu. Það ágæta orð þótti ekki nógu fínt þegar lög voru sett um upptöku virðisaukaskatts …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1438

Molavin skrifaði (19.03.2014): ,,Af Vísi í dag, miðvikudag: (Finnur Thorcaius skrifar) Hundurinn seldist á uppboði sjaldgæfra hunda í Kína og annar Canine hundur seldist á helming þessarar upphæðar.  Skyldi blaðamanninum vera ljós merking enska orðsins canine„? Sennilega ekki, segir Molaskrifari.   Molaskrifara þótti Magnús Geir Þórðarson, nýr útvarpsstjóri, ágætlega trúverðugur í viðtali í Kastljósi á þriðjudagskvöld …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1437

Af dv.is (15.03.2014). Hann þekkir vel til hjólreiða og starfaði meðal annars hjá Örninum í Reykjavík frá árinu 2010 til 2011. Starfaði hjá Örninum! Það var og. Erninum, hefði það átt að vera. Fákunnátta eða beygingahræðsla. Meira af dv.is: Skúli Gunnar Sigfússon benti á eftirfarandi á dv.is (15.03.2014): Þetta er í fyrsta skipti sem skólinn sigrar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1436

  Í kvöldfréttum Ríkisútvarps (15.03.2014, minnir mig) var tvívegis talað um LÍÚ sem Landssamband íslenska útgerðarmanna. Þetta á ekki að henda þrautreyndan fréttmann eins og Arnar Pál Hauksson. LÍÚ heitir fullu nafni Landssamband íslenskra útvegsmanna. Ástæðulaust er að útrýma því ágæta orði útvegsmaður. Einhverjum kann að finnast þetta smáatriði. Smáatriðin þurfa líka að vera rétt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1435

Þessi setning er á forsíðu Fréttablaðsins (14.03.2014): Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnina hafa verið fíflaða. Sögnin að fífla þýðir að fleka eða tæla til kynmaka.   Úr frétt í Morgunblaðinu (15.03.2014): Samtök atvinnulífsins segja framhaldsskólakennara ekki hafa tekist að útskýra launakröfur sinar fyrir almenningi með skiljanlegum hætti. Hér ætti að standa: Samtök atvinnulífsins segja framhaldsskólakennurum ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla1434

  Einar Örn Thorlacius sendi Molum eftirfarandi um málsmekk: Um tölu og greini í íslensku: Það er ekkert rangt við að tala t.d. um Norðurlandið, Vestfirðina og Austurlandið í staðinn fyrir að tala um Norðurland, Vestfirði og Austurland. Það er heldur ekkert rangt við að notað orðið „vara“ ætíð í fleirtölu og tala um vörur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1433

  Í fréttum Stöðvar tvö (12.03.2014) sagði Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður : ,,Málið er talið svipa til mála,sem upp komu árið 2011 …”. Málið svipar ekki til mála. Málinu er talið svipa til mála, hefði verið betra. Eða: Málið er talið svipað málum, sem ….   Í vaxandi mæli er Kastljós Ríkissjónvarpsins lítið annað en eitt …

Lesa meira »

Older posts «