KÞ vakti athygli Molaskrifara á frétt á visir.is (11.03.2014), en þar segir: Hvert sem afdrif vélarinnar kann að vera, á að teljast ómögulegt að símarnir skuli enn vera tengdir nú þegar fjórir dagar eru liðnir frá því að vélin hvarf. Sjá: http://www.visir.is/farsimar-fartheganna-hringja-enn-/article/2014140319750 Hann spyr og er það að vonum: Hvert skyldi afdrifið vera? KÞ benti …
Monthly Archive: mars 2014
Molar um málfar og miðla 1431
Molavin skrifaði (09.03.2014): ,,Er það rangminni mitt frá bernskuárum í sjávarþorpi, að talað hafi verið um dekkhlaðin skip eða báta? Þá voru ekki aðeins lestir fullar heldur skellt upp borðum á hliðar og dekk líka fyllt af síld. Það gat orðið hættuleg sigling og öll áhöfnin stóð á brúarvæng og var aðeins gert þegar sléttur …
Molar um málfar og miðla 1430
Molalesandi benti á þessa frétt á mbl.is (05.03.2014): http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/06/36_prosent_auking_a_hotelum_i_januar/ Hann segir: – Ég skildi ekki einu sinni hvað um var rætt ,,36% auking á hótelum“? Mér sýnist að þarna sé átt við fjölgun hótelgesta og fyrirsögnin átt að vera ,,Hótelgestum fjölgar um 36 prósent“. Molaskrifari þakkar réttmæta ábendingu. Ósveigjanleiki Norðmanna er um að …
Molar um málfar og miðla 1429
Rafn skrifaði (05.03.2014): ,,Í málfarsmolum nr. 1427 finnur Haraldur Ingólfsson að því að í fréttaflutningi hafi verið talað um, að Suður-Afríkaninn Óskar Pistoríus hafi skotið unnustu sína og það lagt að jöfnu við, að hann hafi þar verið sagður morðingi hennar. Samkvæmt þeim fréttum, sem ég hefi séð og heyrt um málið er ágreiningslaust, …
Molar um málfar og miðla 1428
Molavin skrifaði (04.03.2014):,,Vegagerðin mokar ekki fjöllin milli Akureyrar og Egilsstaða í dag eins og til stóð….“ sagði í fjögur-fréttum RUV 4. mars. Enda er varla hægt að ætlast til slíks. Það hlýtur að nægja að moka fjallvegi. – Rétt. Molaskrifar þakkar ábendinguna. Í frétt á bls. 2 í Fréttablaðinu (04.03.2014) um flug færeyska flugfélagsins …
Molar um málfar og miðla 1427
Steini skrifaði (03.03.2014): ,,Mikil aukning hefur orðið á komum ferðamanna til landsins”, segir Mbl.is í frétt um ferðamenn um helgina. Þetta er ekki falleg íslenska. Ferðamönnum hefur fjölgað, væri betra. Í fréttinni stendur einnig að leiga sé ,,skrúfuð upp í botn“. Þarna eru höfð endaskipti á hlutunum því auðvitað fara hlutirnir NIÐUR á botn, en …
Molar um málfar og miðla 1426
Bæði á Bylgjunni og visir.is var (01.03.2014) ítrekað talað um Krímshérað. Molaskrifari er á því að tala ætti um Krímhérað. Við tölum um Krímskaga. http://www.visir.is/krimsherad-oskar-eftir-adstod-putin/article/2014140309992. Krímshérað óskar eftir aðstoð Pútín, segir í fyrirsögn. Eðlilegt væri hins vegar að tala um aðstoð Pútíns. Undarlegt er hve mörgum gengur illa að fara rétt með orðtakið að …
Molar um málfar og miðla 1425
Í fréttum Stöðvar tvö (27.02.2014) var fjallað um aðgengi fyrir fatlaða að verslunum og húsum við Laugaveg. Þar var talað um að ganga á eftir því við húseigendur… Hefði átt að vera: …ganga eftir því við húseigendur, – hvetja húseigendur til aðgerða. Molalesandi spurði (27.02.2014):!.” ,,Heyrðirðu þessa perlu í íþróttafréttum Ríkisútvarpsins núna kl 12:45: …