Molavin skrifaði (29.04.2014): ,,Ríkissjónvarpið sagði frá því í sunnudagskvöldfréttum (27.4.14) að Danir hefðu nú tekið upp þann sið að hafa matarleifar með sér heim af veitingastöðum. Heldur þykir mér þetta ókræsilegt og því ólíklegt, því Danir eru almennt ekki sóðar í matarmálum. Líklegra er að sá siður hafi nú verið tekinn þar upp – sem …
Monthly Archive: apríl 2014
Molar um málfar og miðla 1461
Ofríki, mér liggur við að segja ofbeldi, íþróttadeildar Ríkissjónvarpsins náði nýjum hæðum í kvöld, þriðjudagskvöld (29.04.2014) þegar ekkert var á boðstólum nema íþróttir frá klukkan 1930 til klukkan 2200. Þetta er óboðleg dagskrárgerð. Nýr útvarpsstjóri verður að stöðva taumlausan yfirgang íþróttadeildar. Eftirfarandi var marglesið yfir okkur í fréttum Ríkisútvarpsins (28.04.2014) og er auk …
Molar um málfar og miðla 1460
Gríðarlegar rigningar eru taldar orsakavaldar flóðanna, var sagt í fréttum Stöðvar tvö (26.04.2014). Orsakavaldar? Mikil úrkoma olli flóðunum. Miklar rigningar voru orsök flóðanna. Það vefst fyrir sumum fréttamönnum Ríkisútvarpsins að hafa réttan framburð á heiti ríkisins Arkansas í Bandaríkjunum. Í átta fréttum (28.04.2014) var sagt að skýstrokkar, skýstrókar, eða hvirfilbyljir hefðu þar orðið tólf …
Molar um málfar og miðla 1459
Úr frétt frá forsætisráðuneytinu (25.04.2014): ,,Á fundinum voru tvíhliða samskipti landanna rædd, þ.m.t. eftirmálar Icesave deilunnar og endurgreiðslur úr þrotabúi gamla Landsbankans. “ Þetta er orðrétt úr frétt frá forsætisráðuneytinu.Er enginn sæmilega skrifandi maður eftir í forsætisráðuneytinu? Þetta er til skammar. Eftirmáli er kafli eða pistill í bókarlok.,,Niðurlagsorð ,texti aftan við meginmál”. Eftirmál eru eftirköst afleiðingar …
Molar um málfar og miðla 1458
Ljóst er að umfangsmikið verkefni bíður þingmönnum, (!!!) sagði fréttamaður Stöðvar tvö (23.04.2014) í upphafi fréttar um frumvarp til laga um veiðileyfagjald sem rætt verður á Alþingi eftir helgi. Það er slök verkstjórn á fréttastofu Stöðvar tvö að lesa ekki yfir handrit fréttamanna sem hafa ekki betri tök á móðurmálinu en þetta. Umfangsmikið verkefni bíður …
Molar um málfar og miðla 1257
GLEÐILEGT SUMAR! Fréttamenn verða að skilja orðatiltæki sem þeir nota í fréttum. Hvalveiðar Íslendinga hafa verið mikið í deiglunni síðustu misseri, sagði fréttamaður í fréttum Stöðvar tvö á annan í páskum (21.04.2014). Þegar sagt er að eitthvað sé í ídeiglunni, þá er verið að tala um eitthvað, sem er í undirbúningi eða í …
Molar um málfar og miðla 1456
Molavin skrifaði ,,Hugleiðingu um hnignun fréttamáls” (20.04.2014): ,,Þegar ekkert er kennt og engum leiðbeint á ritstjórnum og fréttastofum fer málfarið smám saman að laga sig að lægsta samnefnara. Nýgræðingar éta upp vitleysu hver eftir öðrum; sérstaklega það sem þeim finnst hljóma fínt. Þetta er svolítið líkt því þegar foreldrar apa upp barnamál eftir smábörnum, …
Molar um málfar og miðla 1455
Fyrrum starfsbróðir benti á eftirfarandi á vef Ríkisútvarpsins (18.04.2014): ,,Einn er slasaður eftir gas-sprengingingu í World Class – Laugum við Sundlaugarveg í Laugardal í Reykjavík í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var verið að kveikja upp í gas-arinn þegar að sprengingin varð. Ekkert liggur fyrir um skemmdir eða meiðsl þess sem slasaðist”. – Vönduð …
Molar um málfar og miðla 1454
Frá Molavin:,, Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, (17. 04.2014) sagði í frétt um ferjuslys að leit stæði yfir að ,,eftirlifendum.“ Hér fer fréttamaður rangt með hugtök. Rétt er að leit stóð yfir að farþegum (skólabörnum) sem kynnu að hafa komizt lífs af. En ,,eftirlifendur” eru aðstandendur hinna látnu. Í morgunútvarpi Rásar 2 var í gær, …
Molar um málfar og miðla 1453
Í fréttum Stöðvar tvö var um síðastliðna helgi sagt frá skógareldunum í Síle. Talað var um kröftuga vinda,sem gerðu að verkum að eldarnir breiddust hratt út. Eðlilegra hefði verið að tala um hvassviðri eða rok. Það er dálítill enskukeimur af því að tala um kröftuga vinda. Fréttamaður Stöðvar tvö (14.04.2014) sagði í frétt af …