Hnökrar voru á málfari í fréttum Stöðvar tvö á föstudagskvöld (11.04.2014). Þar var sagt: ,, … hvort Fjármálaeftirlitið hefði gengið á eftir sparisjóðunum með þetta”. Rétt hefði verið að segja til dæmis: Hvort Fjármálaeftirlitið hefði gengið eftir því við sparisjóðina að …. Einnig sagði fréttamaður: ,, … hversu stuttan tíma þingmönnum var gefinn til …” …
Monthly Archive: apríl 2014
Molar um málfar og miðla 1451
Molavin skrifaði (10.04.2014): Af vef mbl.is (10.4.14): ,,Alls slösuðust tólf, þar af tveir alvarlega þegar bifreið ók inn í leikskóla í bænum Orlando í Bandaríkjunum.“ – ,,Hér er óupplýst fréttabarn að verki. Orlando er stór borg en ekki bær, og hún er í ríkinu Flórída, sem er hluti Bandaríkjanna. Fyrir óvönduð vinnubrögð við fréttaskrif er Morgunblaðið búið að glata virðingu …
Molar um málfar og miðla 1450
Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (08.04.2014) kom bandaríska ríkið Connecticut við sögu. Íþróttafréttamaður talaði að minnsta kosti fjórum sinnum um /konnektikött/. Með áherslu á k-ið í miðju orðsins. K – ið á ekki að heyrast. Réttan framburð er auðvelt að finna á netinu. Til dæmis hér: https://www.youtube.com/watch?v=O8tfEz_KJYU Nafn ríkisins á ekkert skylt við ensku sögnina to connect, …
Molar um málfar og miðla 1449
Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (07.04.2014) var talað um ástralskt sjóherskip ! Hver skyldi vera munurinn á sjóherskipi og herskipi? Kannski var þýtt úr ensku þar sem talað var um naval, navy vessel , ship ? KÞ sendi Molum línu (05.04.2014) og spyr: Hvað heita puttarnir? – Það er eins og gleymst hafi að kenna sumum …
Molar um málfar og miðla 1448
Í fréttayfirliti Ríkisútvarpsins, bæði á undan og eftir fréttum (05.04.2014), var sagt frá íþróttakappleik, sem fram hefði farið á Ólafsvík. Hvað segja vinir mínir í Ólafsvík? Heyrði aldrei nokkurn mann segja á Ólafsvík, þegar ég átti sem oftast leið þar um. Í fréttinni sjálfri var hinsvegar réttilega sagt í Ólafsvík. Fréttamenn Ríkisútvarpsins eiga að fylgja …
Molar um málfar og miðla 1447
Mikið er gaman þegar fréttatími Ríkissjónvarpsins byrjar með brandara. Þannig byrjuðu seinni fréttir á fimmtudagskvöld (03.04.2014). Sagt var frá myndbandi sem Samtök atvinnulífsins hafa látið gera um að við Íslendingar eigum heimsmet í að verja landið gegn erlendum kjúklingum! Þegar betur er að gáð er þetta fremur dapurlegur brandari um það hvernig arfavitlaus tollverndarstefna …
Molar um málfar og miðla 1446
Í auglýsingu, sem nær yfir heila opnu í Fréttablaðinu á fimmtudag (03.04.2014) frá fyrirtækinu LG, sem framleiðir meðal annars sjónvarpstæki, segir: ,,Í þúsundir ára hló fólk af hugmyndinni að jörðin væri kringlótt.” Þessi texti er hrákasmíð. Í fyrsta lagi hlær fólk ekki af hugmyndum. Hlegið er að hugmyndum. Í öðru lagi er jörðin er ekki …
Molar um málfar og miðla 1445
Step your staðreyndatékk upp gott fólk. Þetta skrifar aðstoðarmaður SDG forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, á heimasíðu sína http://www.johannesthor.com/nyjustu-frettir-sannleikur-eda-lygi/ Enda segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: ,, Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.” Aðstoðarmaður forsætisráðherrans er greinilega önnum kafinn við að auka virðingu fyrir íslenskri …
Molar um málfar og miðla 1444
TH benti á eftirfarandi frétt af visir.is (30.03.2014): http://www.visir.is/vinkonur-johonnu-medal-theirra-fyrstu/article/2014140339992 ,,Hjónabönd samkynhneigðra fóru fram í fyrsta skipti í Bretlandi í gær.“ Hann segir: ,,Einhvern veginn finnst mér þetta ekki alveg ganga upp, enda er sagt, í fréttinni sjálfri, að hjónavígslur hafi farið fram, sem er dálítið annað.” Meira frá sama um frétt á visir.is: http://www.visir.is/utlit-fyrir-ad-fritt-se-inn-a-geysissvaedid-i-dag/article/2014140339977 …
Molar um málfar og miðla 1443
Sóknarlega og varnarlega eru að verða helstu eftirlætisorð íþróttafréttamanna. Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps (29.03.2014) var okkur sagt frá manni sem sigraði keppni. Það virðist erfitt að uppræta þessa ambögu. Þar kom líka við sögu kona sem missti andann!!! TH benti á þetta af visir.is (30.03.2014):http://www.visir.is/-thetta-er-natturulega-alveg-gratlegt-/article/2014140339998 ,,Kepptust við að lyfta nýþungum steinum upp á tunnur“ Hann …