Af pressan.is (28.05.2014): ,,Eru skrif Björns mjög í anda þess sem Morgunblaðið hefur sagt í forystugreinum sínum að undanförnu og er greinilegt að ýmsir úr hópi fyrrverandi forystumanna Sjálfstæðisflokksins finnst lítt til kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í borginni koma að þessu sinni”. Hér er vankunnátta á ferð, – enn einu sinni. Hér ætti að standa : …
Monthly Archive: maí 2014
Molar um málfar og miðla 1481
Glöggur lesandi benti Molaskrifara á þessa fyrirsögn á visir.is (27.05.2014): Vísbending um aukin umsvif skattsvika. Þetta er út í hött. Skattsvik hafa ekki umsvif. Tala mætti um aukin skattsvik, aukið umfang skattsvika. Ekki aukin umsvif. http://www.visir.is/visbending-um-aukin-umsvif-skattsvika/article/2014140528976 Af mbl.is (25.05.2014): ,,Laxmýringar sáu fyrsta laxinn við staurinn í Kistukvisl í dag. Þar sjást venjulega þeir …
Molar um málfar og miðla 1480
Úrslit kosninganna eru varhugaverð, sagði fréttamaður Stöðvar tvö (26.05.2014). Ekki samræmist það orðalag málkennd Molaaskrifara. Fréttamaðurinn átti væntanlega við að úrslit kosninganna væru áhyggjuefni. Baldur Þórhallsson prófessor, sem rætt var við í fréttatímanum, talaði um varhugaverða þróun. Það er gott og gilt orðalag. Úr frétt á visir.is (26.05.2014): ,Mengun í landinu hefur mikið …
Molar um málfar og miðla 1479
Molavin sendi eftirfarandi: ,,Bjarki Ármannsson skrifar í frétt á Vísi í dag (25.5.14) „…tveir karlar veittust að þeim og börðu þau í höfuð með flöskum í gærnótt…“ Hvaða kemur þetta barnamál, sem einkennir fréttaskrif nú orðið? Það hefur áður verið bent á þetta tiltekna atriði, „í gærnótt“ en leiðbeiningar virðast ekki skila sér. Innan …
Molar um málfar og miðla 1478
Real Madrid sigraði meistaradeildina, var sagt í tíu fréttum Ríkisútvarpsins á laugardagskvöld (24.05.2014). Meistaradeildin steinlá! Ætlar íþróttadeildin að aldrei að læra þetta? Hvar er málfarsráðunauturinn? Real Madrid bar sigur úr býtum í meistaradeildinni. Ósköp var að hlusta á þetta , – enn einu sinni. Úr Viðskiptablaðinu (23.05.2014), – sá sem þetta skrifar, kann …
Molar um málfar og miðla 1477
Stórfrétt, afar ítarleg, um rottuveiðar á Melhaganum í Reykjavík var í síðdegisfréttum Ríkisútvarpsins klukkan 16 00 á fimmtudag (22.05.2014). Tveir strákar höfðu veitt rottu. Hún beit annan þeirra í fingur. Hann fór á slysadeild. Í fréttinni segir: ,, Kolbeinn Egill komst ekki óskaddaður frá leitinni að rottunni – hún beit hann í puttann og er …
Molar um málfar og miðla 1476
Prýðileg umfjöllun Kastljóss um hlunnindaklerka á miðvikudagskvöld (21.05.2014). Þetta var raunveruleg rannsóknarblaðamennska. Greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð í upplýsingaöflun og vinnslu myndefnis. Jóhannes Kr. Kristjánsson á heiður skilinn. Ótrúlegar tölur sem þarna voru nefndar. Lofsvert að biskup skuli ætla að endurskoða þetta gamla, úrelta og rotna kerfi. Agnes biskup mun mæta harðri andstöðu, …
Molar um málfar og miðla 1475
Margir hafa bent á hina dæmalausu firru í fyrstu setningu í grein SDG, forsætisráðherra , sem birtist m.a. á visi is (19.05.2014) http://www.visir.is/stor-dagur-fyrir-heimilin/article/2014705199949 Þar talar ráðherrann um ,,leiðréttingu á skuldalækkun”, sem þýðir væntanlega skuldahækkun! Óskýr texti. Óskýr hugsun. Sama gildir um grein tveggja frambjóðenda sama flokks, Framsóknarflokksins, í Morgunblaðinu (21.05.2014),, Krefjumst raunhæfra hugmynda og …
Molar um málfar og miðla 1474
Kvöldfréttatímar Ríkisútvarpsins , kl 1800 þessa dagana eru oftar en ekki hvorki fugl né fiskur. Megin tíminn fer í einhverskonar framboðsfundi á landsbyggðinni. Þarna eiga að vera fréttir, en ekki umræður um það hvort vegur eigi að liggja fyrir ofan eða neðan tiltekinn leikskóla úti á landi. Slíkt á ekki heima í aðalfréttatíma Ríkisútvarps. …
Molar um málfar og miðla 1473
Helgarvaktarvilla á vef Ríkisútvarpsins (18.05.2014): ,,Vefurinn leidretting.is hefur verið opnuð og þar er meðal annars hægt að skoða kynningarmyndband um hvernig eigi að sækja um skuldaleiðréttingu”. Hér ætti að standa:,, Vefurinn leidretting.is hefur verið opnaður … . Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (17.05.2014) var sagt: ,, … sem situr á forsetastól”. Eðlilegra hefði hér, að mati …