Trausti Harðarson benti á eftirfarandi (17.05.2014): http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/17/enginn_lytalaeknir_skiladi_inn/ „Embætti landlæknis hafði borist gögn frá nokkrum læknum í gær“ Hér höfðu gögnin borist. Embætti landlæknis hafði ekkert færst úr stað. Því er setningin rétt þannig: Embætti landlæknis höfðu borist gögn frá nokkrum læknum í gær. Eða: Gögn frá nokkrum læknum höfðu borist embætti landlæknis í gær.” Hárrétt, …
Monthly Archive: maí 2014
Molar um málfar og miðla 1471
Þórhallur Jósepsson skrifaði (16.05.2014): ,,Sæll Eiður. Ég las í þætti 1470 réttmæta athugasemd frá Molavin um endurtekna notkun Fréttastofu Ríkisútvarpsins á orðinu „ferðamannaiðnaði.“ Mig langar að bæta ögn við þær vangaveltur. Enska orðið industry er í orðabókum gefið upp sem iðnaður. En, í enskunni er industry notað um margt fleira: Banking industry, airline industry, shipping …
Molar um málfar og miðla 1470
Molavin skrifaði:,,Enskuskotin hugtök eiga enn sterk ítök í fréttamáli, jafnvel þar sem góð, íslenzk heiti eru til. Á síðu ruv.is segir m.a. í frétt í dag (12.05.14): „Hann segir ferðamannaiðnaðinn á Íslandi í dag einkennast af fagmennsku og sé á heimsmælikvarða. Stacey skrifaði Samtökum ferðaþjónustunnar bréf…“ Í fréttinni er í tvígang talað um ,,ferðamannaiðnaðinn“ (e. travel industry) …
Molar um málfar og miðla 1469
Í fréttayfirliti hádegisfrétta Ríkisútvarpsins sl. sunnudag (11.05.2014) var sagt: Hin austurríska Conchita Wurst sigraði Júróvisjón með yfirburðum í gærkvöld. Sem sagt, söngvakeppnin steinlá. Var gjörsigruð. Enginn les yfir áður en lesið er yfir okkur. Í fréttum Ríkisútvarps (14.05.2014) frá Tyrklandi var sagt að lögreglan hefði beitt táragasi og vatnsdælum til að leysa upp …
Molar um málfar og miðla 1468
Trausti Harðarson benti á eftirfarandi frá af dv.is (07.05.2014): http://www.dv.is/frettir/2014/5/5/fjoldaframleida-metamfetamin-72H7GG/ ,,Norður-Kóreumenn fjöldaframleiða metamfetamín“. Hann segir: ,,Já, miklir menn eru Norður-Kóreumenn! Ætli þeir hafi kannski líka fundið aðferð til að fjöldaframleiða mjöl, loft og bensín? Til þessa hefur einungis verið unnt að fjöldaframleiða það sem hægt er að telja. Það sem ekki er teljanlegt, en …
Molar um málfar og miðla 1467
Bændurnir fylgjast með kindum á sængurlegunni, sagði fréttamaður Ríkissjónvarps (05.05.2014) um sauðburð fyrir norðan. Eru nú kindur farnar að leggjast á sæng? Molaskrifari hélt að sér hefðu misheyrst. Glöggur hlustandi vakti athygli hans á þessu. Molaskrifari hlustaði að nýju á fréttirnar. Jú, ekki um það að villast. Sængurlega sauðkinda er nú nýjasta nýtt. Trausti …
Molar um málfar og miðla 1466
Molavin sendi Molum eftirfarandi: ,,Seinfærir foreldrar fái færri tækifæri“ – svona hljóðar fyrirsögn á ruv.is (04.05.14) – og þar með hefur fréttastofa Ríkisútvarpsins, eða amk. vefdeild hennar tekið upp þann ósið sem sézt hefur á öðrum miðlum, að nota viðgengingarhátt þar sem hann á ekki við og verður beinlínis villandi. Þetta er líka sérstakt í ljósi þess …
Molar um málfar og miðla 1465
Árni Helgason vakti athygli Molaskrifara á þessari frétt á dv.is (02.05.2014):,, Frétt úr DV á netinu í morgun: „… Ein kona reyndist vera í henni og aðstoðuðu slökkviliðsmenn hana út um glugga. Hún var síðan færð á slysadeild Landspítala Íslands til aðhlynningar. Annar íbúi í þessum stigagangi var einnig fluttur á slysadeild grunaður …
Molar um málfar og miðla 1464
Í fréttum Ríkissjónvarps (30.04.2014) var sagt um uppsagnir starfsmanna hjá tilteknu fyrirtæki, að vonir stæðu til að unnt yrði að endurráða flesta aftur. Hér hefði nægt að segja, að unnt yrði að endurráða flesta eða ráða flesta til starfa að nýju. Trausti Harðarson benti á þessa frétt á dv.is : http://www.dv.is/menning/2014/4/30/gomlum-vatnstanki-breytt-i-listaverk/ Í fréttinni …
Molar um málfar og miðla 1463
Í prentaðri dagskrá Ríkissjónvarpsins í Morgunblaðinu á þriðjudag og í sjónvarpsdagskrá,sem borin var heim til Molaskrifara fyrir nokkru voru Kastljós, framhaldsmyndaflokkurinn Castle og Nýsköpun – íslensk vísindi á kvölddagskrá Ríkissjónvarpsins á þriðjudag (29.04.2014) . Öllu þessu var hent út og dagskráin ekkert nema boltaleikir. Má nýr útvarpsstjóri sín einskis gegn ofríki íþróttadeildarinnar? En gamall …