Í áttafréttum Ríkisútvarps (26.06.2014) var sagt því að stærsta flugvél heims, vöruflutningaflugvél, hefði lent á Keflavíkurflugvelli. Fréttamaður kunni ekki að greina á milli orðanna farms og farangurs, en orðið farangur er venjulega notað um föggur ferðafólks. Hann sagði: ,,.. án eldsneytis og farangurs vegur vélin … tonn”. Og seinna í fréttinni var sagt að …