Molar um málfar og miðla 1661

  Þrisvar sinnum, að minnsta kosti, var í morgunfréttum Ríkisútvarps á sunnudagsmorgni (25.01.2015) sagt um kosningarnar í Grikklandi: Kjörstöðum lokar klukkan fimm að íslenskum tíma. Þetta orðalag hefur svo sem heyrst áður í útvarpinu. Kjörstöðum lokar ekki. Kjörstöðum verður lokað. Undarleg meinloka.  Það var ekki fyrr en í tíu fréttum að Anna Kristín Jónsdóttir, fréttamaður, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1660

  Heldur hefur verið að rofa til í dagskrá Ríkissjónvarpsins að undanförnu og er það þakkarvert. Í liðinni viku voru til dæmis sýndar þrjár prýðilegar íslenskar heimildamyndir; ein um sögu Álafoss og þess merka starfs sem þar var unnið, önnur um Þórð á Dagverðará, þann kynjakvist, og sú þriðja (endursýnd, reyndar) Draumaland Andra Snæs. Tímasetning …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1659

Undarleg fyrirsögn á fréttavef Ríkisútvarpsins (22.01.2015): Leikskólastjórar fá vitlausan lífeyri http://www.ruv.is/frett/leikskolastjorar-fa-vitlausan-lifeyri Þarna hefði einhver þurft að lesa yfir og lagfæra. Í fréttinni er réttilega talað um rangar lífeyrisgreiðslur. Ekki vitlausar!   Góður húmor hjá Hauki Holm fréttamanni. Í þrjú fréttum Ríkisútvarps (22.01.2015) sagði hann frá uppákomu á Alþingi. Við heyrðum í tveimur þingmönnum, sem báðir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1658

Molavin skrifaði (20.01.2015): ,, Þótt haustannir bænda, svo sem göngur, leitir og réttir séu að venju í fleirtölu, þá á sama ekki við um húsleit. Hún er að hefð eintöluorð, jafnvel þótt leitað sé í fleiri húsum en einu. Netmoggi segir í dag, 20.01.2014: „Þýska lög­regl­an hef­ur fram­kvæmt hús­leit­ir á yfir 10 stöðum í dag…“ …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1657

  Glöggur Molalesandi skrifaði (19.01.2015): ,,Bíll fór út í Reykjavíkurhöfn.“ Já, svona var fyrirsögnin á vísi.is í gær. Stutt var ambaganna á milli í stuttri frétt. „bíll fór út í höfnina… Maðurinn er talinn hafa verið lengi ofan í sjónum… að draga bílinn upp úr höfninni… þegar bíllinn keyrði fram af brúninni…” . Molaskrifari þakkar ábendinguna. Hér hefur enn einn viðvaningurinn verið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1656

  Úr tíu fréttum Ríkisútvarps á laugardagskvöld (17.01.2015): Einn þeirra sem handtekinn var í Aþenu í kvöld svipar til Abaaoud og hafa lífsýni verið send til Belgíu. Hér hefði að mati Molaskrifara átt að segja: Einum þeirra … svipar til …  Einhverjum svipar til einhvers, einhver líkist einhverjum.   Útvarpshlustandi skrifaði (17.01.2015): ,,Hlustaði á spurningaþáttinn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1655

1655-15 Sigurður Oddgeirsson skrifaði frá Danmörku (17.01.2014): ,,Hann átti að dæma leik Gróttu og Mílan út á Seltjarnarnesi í gær ásamt Ingvari Guðjónssyni. Þeir félagar misskildu þó málið eitthvað og keyrðu alla leið inn á Selfoss”. Skyldi hér vera átt við AC Milan?   ,,Þetta hef ég aldrei heyrt fyrr””, segir Sigurður. Sannar fyrir mér að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla1654

Hversvegna þarf að riðla kvölddagskrá Ríkissjónvarpsins á Íslandi þótt Brasilíumenn séu að spila handbolta við Qatar? Ég spyr. Þar var gert í gærkveldi og fréttum seinkað um 15 mínútur. Kastljósið skorið við trog. Svo bættist reyndar við enn meira boltafjas seinna um kvöldið. Sennilega hefur Molaskrifari ekki verið sá eini sem þá gafst upp á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1653

  Herrafatabúð Birgis auglýsti í Ríkisútvarpinu á miðvikudag (14.01.2015): Jakkaföt, – tvö fyrir ein. Þetta las þulur athugasemdalaust. Tvö jakkaföt! Enn virðist auglýsingadeild Ríkisútvarpsins taka gagnrýnilaust við öll sem að henni er rétt. Enginn les yfir. Átt var við að tvenn jakkaföt fengjust á verði einna. Þetta var leiðrétt daginn eftir.   Í íþróttafréttum Ríkissjónvarps …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1652

Þórarinn Guðnason sendi eftirfarandi (12.01.2015):,,BrúUnum yfir Eyrarsund og Stórabelti var lokað í gærkvöld…“. Hann  segir: – ,,Þetta kann að hafa verið mismæli hjá þulnum, sem annars las mjög vel, – kann líka að vera að hann hafi ekki skrifað fréttina sjálfur – en ekki leiðrétti hann sig”. –  Molaskrifari  þakkar ábendinguna.  Brúnum, hefði þetta átt …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts