Í kvöldfréttum Ríkisútvarps og sjónvarps og á vef Ríkisútvarpsins var tekið svona til orða (08.12.2014): ,,Vegagerðin varar við ófærð um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði í kvöld og að fjallvegir á Austfjörðum loki um miðnætti.” Fjallvegir loka hvorki einu né einu. Hér hefur sennilega verið átt við að fjallvegum á Austurlandi yrði lokað um miðnætti, eða …
Molar um málfar og miðla 1631
Ýmislegt athyglisvert kom fram í fyrsta þætti Hringborðsins í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi (08.12.2014). Samtalið komst þó ekki almennilega í gang fyrr en þátturinn var um það bil hálfnaður. Of löng inngangsræða átti kannski einhvern þátt í því. Svo er það þannig að þegar tveir, eða jafnvel þrír, tala hver ofan í annan, þá heyrum …
Molar um málfar og miðla 1630
Úr frétt á mbl.is (05.12.2014): Húsið hefur tekið gagngerum endurbótum og gistu fyrstu gestir Apótek hótels þar síðustu nótt. Hér hefði að mati Molaskrifara farið betur á því að tala um að gagngerar eða gagngerðar endurbætur hafi verið gerðar á húsinu. Eða að húsið hafi tekið algjörum stakkaskiptum. Ekki að það hafi tekið endurbótum. …
Molar um málfar og miðla 1629
Eins og sjálfsagt þorri þjóðarinnar horfði Molaskrifari bergnuminn á Kastljós gærkvöldsins (04.12.2014) þar sem teymi snillinga með Tómas Guðbjartsson skurðlækni í fararbroddi vann afrek á heimsmælikvarða. Þetta var eiginlega ótrúlegara en orð fá lýst. Þau sem þetta afrekuðu mega vera stolt og við stolt af því að eiga þau að. Þetta fólk megum við ekki …
Molar um málfar og miðla 1628
Molaskrifara heyrðist málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins segja í Morgunútgáfunni (02.11.2014) að hún væri ekki á móti slettum! Málfarsráðunautur kann væntanlega skil á málstefnu Ríkisútvarpsins. Þar segir: ,,Ríkisútvarpið skal samkvæmt lögum leggja rækt við íslenska tungu og menningu og hefur mikilvægu fræðslu- og uppeldishlutverki að gegna á þessu sviði. Allt málfar í Ríkisútvarpinu á að vera til …
Molar um málfar og miðla 1627
Gamall skólabróðir og vinur, Sigurður Oddgeirsson, skrifaði frá Danmörku (01.12.2014): ,,Jón Steinar talar um hnífgradda í grein sinni á Eyjunni í dag. Ég hef aldrei heyrt þetta orð, en hef engin tök á því að staðhæfa að það sé ekki til í málinu. Graddi er auðvitað til í málinu, en það er þessi samsetning, …
Molar um málfar og miðla 1626
Fyrirsögn af mbl.is á föstudag (28.11.2014) ,Fljótsdalshérað hafði betur gegn Ölfuss”. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/11/28/fljotsdalsherad_hafdi_betur_gegn_olfuss/ Hafði betur gegn Ölfusi, hefði þetta átt að vera. En þegar sagt er sigraði lið Ölfuss þá er það rétt. Ef fréttaskrifarar eru í vafa um beygingar orða er einfalt og fljótlegt að styðjast við hinn ágæta vef Árnastofnunar, beygingarlýsingu íslensks nútímamáls. …
Molar um málfar og miðla1625
Í Spegli Ríkisútvarpsins (27.11.2014) þar sem fjallað var um vopnabúnað lögreglunnar hér á landi vitnaði fréttamaður í yfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra og sagði: Jón segir að vopnin verði ekki neydd upp á þá að svo stöddu. Ekki kann Molaskrifari allskostar vel við þetta orðalag. Hefði ekki verið eðlilegra að segja að þeir yrðu ekki neyddir til …
Molar um málfar og miðla 1624
Molaskrifara var svolítið brugðið er hann hlustaði á upphaf kvöldfrétta Ríkisútvarpsins í gærkvöldi (27.11.2014) en í upphafi fréttatímans var sagt: Uppþot varð á Alþingi í dag …. Fyrst hvarflaði að honum að til slagsmála hefði komið í þingsal, enda skilur hann orðið uppþot með sama hætti og orðabókin; óeirðir, upphlaup. Svo kom í ljós að …
Molar um málfar og miðla 1623
Málglöggur Molalesandi benti á eftirfarandi frétt á visir. is (24.11.2014). http://www.visir.is/hardur-arekstur-a-akureyri/article/2014141129488 Í fréttinni segir: ,,Engir farþegar voru í bílunum og var þeim ekið úr andspænis áttum. Báðir voru því á grænu ljósi, en þó lentu bílarnir saman.” Ja, hérna. Úr andspænis áttum ! Annar lesandi benti á þetta, sem einnig er af visir.is …