Ekki sakar að geta þess í aðdraganda jólanna að orðið jól er fleirtöluorð. Þessvegna tölum við ekki um þrjú jól, eins og nýlega heyrðist í sjónvarpi. Við tölum um þrenn jól, fern jól. Leppi er fyrir annað augað, segir í myndatexta í Morgunblaðinu (18.12.2010). Ekki þekkir Molaskrifari orðið leppi í merkingunni leppur fyrir auga. Leppur …