Heimildamyndin, sem Ríkissjónvarpið sýndi (06.12.2010) um eldgos á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli, var um margt ágæt. Skrítið var þó, að valið skyldi að sýna fréttainnslög frá Fox sjónvarpsstöðinni bandarísku , sem ekki er þekkt fyrir áreiðanlega fréttaþjónustu. Nokkrir hnökrar voru í þulartexta og jafnvægi skorti í hljóðblöndun, – bakgrunnshljóð voru stundum nálægt því að yfirgnæfa þulinn. Þessi …