Í fréttum af óveðrinu,sem gekk yfir landið (17.12.2010) var ágætlega orðað í Ríkisútvarpinu að björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hefðu haft í mörg horn að líta og staðið í ströngu. Morgunblaðið sagði ágætlega í forsíðufyrirsögn: Óveður gerði víða usla. Hinsvegar var það ekki vel orðað, þegar fréttamaður Ríkisútvarpsins sagði: Áætlunarferðir sem lögðu af stað frá Reykjavík til Akureyrar… Ferðir leggja …