Monthly Archive: september 2011

Molar um málfar og miðla 728

Í fréttum Stöðvar tvö (28.09.2011) var sagt: … var samstaða einkennandi meðal lögreglumanna. Ekki er þetta lipurlega orðað. Betra hefði til dæmis verið: Mikil samstaða var meðal lögreglumanna. Í tæplega mínútulöngu viðtali í sexfréttum Ríkisútvarpsins (28.09.2011) notaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þrisvar sinnum orðið markviss ! Ögmundur hefur vonandi meiri orðaforða en þetta gefur til kynna. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 727

Það er engu líkara en það sé ólæknandi sýki hjá mörgum fjölmiðlamönnum að halda að nafnorð sem stendur fremst í setningu þurfi alltaf að vera í nefnifalli. Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins klukkan sjö (28.09.2011) var sagt: Fundur stjórna … (samtaka lögreglumanna) …. lauk ekki fyrr en…. Fundi lauk. Fundur lauk ekki. Þetta er hreint ekki flókið. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 726

Myndatökumenn, klipparar og fréttamenn Ríkisjónvarps hefðu verið vel komnir að viðurkenningu fyrir eldfjallafréttamennsku en þar stóðu þeir sig með mikilli prýði. Emmy-heiðurinn féll öðrum í skaut. – Gaman hafði Molaskrifari að heimildarmyndinni í Ríkissjónvarpinu um varðskipið Óðin (27.09.2011). Mynd BBC um hvítabirnina á Svalbarða sem sýnd var kvöldið áður, einnig í Ríkissjónvarpinu var hreint ótrúlega …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 726

Myndatökumenn, klipparar og fréttamenn Ríkisjónvarps hefðu verið vel komnir að viðurkenningu fyrir eldfjallafréttamennsku en þar stóðu þeir sig með mikilli prýði. Emmy-heiðurinn féll öðrum í skaut. – Gaman hafði Molaskrifari að heimildarmyndinni í Ríkissjónvarpinu um varðskipið Óðin (27.09.2011). Mynd BBC um hvítabirnina á Svalbarða sem sýnd var kvöldið áður, einnig í Ríkissjónvarpinu var hreint ótrúlega …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 725

Aftur sagði íþróttafréttamaður Ríkissjónvarps í kvöld (27.09.2011) að eitthvað hefði ollið nokkrum áhyggjum. Hann notaði sama orðalag fyrir fáeinum dögum , sjá Mola um málfar og miðla 721. Hann heldur að til sé sögn sem heitir að olla, (eins og gamall blaðamaður, Sigurður Hreiðar, nefndi á Fésbókinni) en svo er ekki. Þetta er sögnin að …

Lesa meira »

Frá fyrrverandi ,,valkvæðum heimskingja í utanríkisráðuneytinu”

Helsti talsmaður Heimssýnar, andstæðinga ESB aðildarviðræðnanna, vandar starfsmönnum utanríkisráðuneytisins ekki kveðjurnar á bloggi sínu fimmtudaginn 22. september. Páll Vilhjálmsson sem kallar sig blaðamann situr í stjórn Heimssýnar og hefur, muni ég rétt, verið kallaður framkvæmdastjóri þeirra sérkennilegu samtaka þar sem fallast í faðma gamlir kommar og erkiíhaldsmenn. Orðrétt segir þessi aðaltalsmaður Heimssýnar: ,, Samkvæmt Evrópuvaktinni …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 724

Málfarsmínúta Bjarka M. Karlssonar málfræðings í lok Spegilsins í Ríkisútvarpinu á föstudögun er góðra gjalda verð og áhugavert efni fyrir þá sem láta sig móðurmálið nokkurs varða. Málfarsmínútu Bjarka mætti þó velja annan stað í dagskránni. Mætti til dæmis vera í hádegisútvarpi, þegar þess er að vænta að fleiri séu að hlusta og mínúturnar mættu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 723

Borðaði erlendan mat og fékk eitrun, segir í fyrirsögn í DV (23.09.2011). Það var formaður Framsóknarflokksins sem átti í hlut. Líklegt er að á næsta flokksþingi Framsóknarflokksins verði samþykkt að banna innflutning á öllum erlendum matvælum til að fyrirbyggja að formaður flokksins fái aftur í magann. Í sama blaði er haft eftir Margréti Tryggvadóttur alþingismanni …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 722

Sigurður sendi eftirfarandi (22.09.2011) ,,Í íþróttafréttum RÚV,núna í hádeginu,sagði íþróttafréttamaður um úrslit kvennaliðs okkar og Belga:…enda voru þjálfari liðsins…(karl) og markaskorarinn…(kona)mjög ósátt…(Svo ný setning). Samkvæmt þessu gæti maður haldið að þau, þessi tvö, hafi lent í hár saman eða hörkurifrildi. Rangnotkun á lo. ósáttur er mjög algeng og reyndar ofnotkun líka, a.m.k. í mörgum fjölmiðlum. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 721

Stjörnu(m?)prýtt lið Real Madrid hefur ollið vonbrigðum í upphafi mótsins, sagði íþróttafréttamaður Ríkissjónvarps í tíufréttum (22.09.2011). Hann átti við að liðið hefði valdið aðdáendum sínum vonbrigðum. Nýr málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins þarf ekki að kvíða verkefnaskorti. Ágætt viðtal var við Jón G. Hauksson ritstjóra Frjálsrar verslunar í morgunútvarpi Rásar tvö (22.09.2011) . Hann skýrði vel bæði fyrir …

Lesa meira »

Older posts «