Monthly Archive: október 2011

Molar um málfar og miðla 757

Molalesendur er beðnir  velvirðingar á því að ólag hefur verið á birtingu Mola um málfar og miðla  á  DV –Blogginu undanfarna daga. . Það gefur aldrei  góða  raun að fikta við að lagfæra það sem er í góðu lagi.  Vefur  Ríkisútvarpsins var í ágætu lagi. Breytingar sem þar hafa verið gerðar  eru  ekki allar   til …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 756

  Oft hefur í þessum Molum verið minnst á óþarfa þolmyndarnotkun. Stundum getur þolmyndin beinlínis verið villandi.  Úr Morgunblaðinu (26.10.2011): Árin 2008 og 2009 var 13 ára gamalt barn tekið af lögreglunni 28 sinnum víðsvegar um Noreg fyrir þjófnað og  ýmis  afbrot.   Hér  er  væntanlega átt við að  lögreglan  hafi  (hand)tekið sama barnið 28 sinnum, …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 755

Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði upplýsinga um það sem virðist þarflítil ferð innanríkisráðherra og embættismanns á vegamálaráðstefnu í Mexíkó um þær mundir sem ráðherrann átti að vera við setningu Alþingis. Innanríkisráðherrann, gamall starfsmaður Ríkisútvarps, bregst barnalega við. Vill fá upplýsingar um ferðakostnað útvarpsstjóra og fréttastjóra. Þeirra upplýsinga gæti hann látið einn af embættismönnum sínum afla með símtali …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 754

Stundum læðist sú hugsun að manni að í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins sé enginn að hlusta á útvarpið. Það var engu líkara en svo væri að morgni þriðjudags (25.10.2011) þá var tvísagt í morgunþætti Rásar tvö að kona í Vestmannaeyjum sem daginn áður hafði orðið hundrað ára væri fædd 1901 (villan var lesin hugsunarlaust upp úr Morgunblaðinu). …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 753

Á mánudagskvöld (24.10.2011) fór fram atkvæðagreiðsla í neðri deild breska þingsins um hvort efna skyldi til þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Breta úr ESB. Flutningsmaður tillögunnar var úr öðrum stjórnarflokknum, Íhaldsflokknum. Tillagan var kolfelld, – 111 studdu hana en 483 greiddu atkvæði gegn henni. Engu að síður var þetta áfall fyrir formann Íhaldsflokksins því áttatíu og einn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 752

Nýlega var í sjónvarpsfréttum ítrekað talað um stunguslys á Landspítalanum. Engin tilraun var gerð til að skýra fyrir hlustendum hverskonar slys stunguslys væru. Í íþróttaftéttum Ríkissjónvarps var talað um knattspyrnumann sem hafði kveikt í húsi sínu þegar hann var að leika með flugelda. Betra hefði verið að segja: … leika sér með flugelda. Í sama …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 751

Háar upphæðir eru varasamar , segir Molavin (22.10.2011) og bætir við: ,, Þórður Ingi Jónsson, fréttamaður DV, segir í netfrétt blaðsins að Gaddafi hafi komið um 200 biljónum bandaríkjadala undan, en það séu um “2.3 trilljónir” íslenskra króna. Þetta eru háar upphæðir og brýnt að fréttamenn viti um hvað þeir eru að skrifa. Burtséð frá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 750

Í fréttum Ríkissjónvarps (20.10.2011) þegar Gaddaffi hafði loks verið ráðinn af dögum var prýðilega sagt í skjátexta í upphafi frétta: Gaddaffi allur. Skjátextinn í fréttum Stöðvar tvö þetta sama kvöld var: Gaddaffi gómaður. Lakara orðalag. Molavin spyr: ,,Er DV farið að notast við Google-translate hráþýðingarforritið til að skrifa erlendar fréttir? Þýska lögreglan liggur undir ámæli …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 749

Dæmi um óþarfa þolmynd úr mbl.is (19.10.2011): Maður var bitinn af hundi á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun. Hann var við útburð þegar þetta gerðist … Einfaldara hefði verið að segja: Hundur beit bréfbera á höfuðborgarsvæðinu í gær … Eftirfarandi er frá Agli (20.10.2011): ,,Ótrúlega margir treysta sér ekki í sagnbeygingar og grípa því til hjálparsagnarinnar að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 748

Stórgott innslag Þóru Arnórsdóttur um sorphirðu og endurvinnslu í Kastljósi (20.10.2011). Viðtalið við formann umhverfisnefndar Reykjavíkur var eiginlega fáránlegt. Maðurinn sagði að ekki mætti rugla fólk í ríminu með því að láta það fara að flokka rusl! Ef þetta er til marks um þá sem stjórna Reykjavíkurborg þá mega Reykvíkingar eiginlega biðja guð að hjálpa …

Lesa meira »

Older posts «