Monthly Archive: október 2011

Molar um málfar og miðla 747

Heilsíðusubbuauglýsing bílasalans Ingvars Helgasonar og B&L er birt á ný með óbreyttum enskuslettum í Fréttablaðinu á þriðjudegi (18.10.2011). Í sama blaði er mikil lofgrein um Exide-rafgeyma, en á sömu síðu er auglýsir innflytjandi og seljandi ágæti þessara sömu rafgeyma sem hreint ekki skal dregið í efa.. Borguð auglýsing – keypt greinaskrif liggur beint við að …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 746

Bílasalinn Ingvar Helgason og B&L gera atlögu að íslenskri tungu í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu (17.10.2011). Aðalfyrirsögn auglýsingarinnar er með stóru letri: Bíladílar í október. Í texta auglýsingarinnar segir: Við getum boðið þér díl í nýjan bíl. Þessi auglýsing er fyrirtækinu og auglýsingahönnuði þess til skammar. Villandi fyrirsögn var á dv.is (17.10.2011): Skúli keypti Minjasafn OR. Við lestur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 745

Pallborðshlutinn af Silfri Egils (16.10.20119 var óvenju slakur. Það bitastæðasta í þeim hluta Silfursins var frásögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur frá bókamessunni miklu í Frankfurt. Þar var vel að verki staðið. Þetta var landi og þjóð til sóma. Stórgott viðtal við Þorstein Pálsson lyfti svo Silfrinu aftur. Ekki er líklegt að viðtalið hafi vakið sérstakan fögnuð …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 744

Stjórnin gat fallið þegar Þráinn féll. Þó líklega nægir aðrir til að verja hana. Þessi snilldarfyrirsögn var á eyjan.is (15.10.2011)Seinni setningin hefði til dæmis getað verið á þessa leið: Líklega hefðu verið nægir aðrir til að verja hana. Klúðurslegt samt. Egill sendi eftirfarandi (15.10.2011): ,,Hefur gaman af því að gert sé grín af henni, ritar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 743

Örlítið dróg úr atvinnuleysi í september síðastliðnum miðað við mánuðinn á undan ,(visir.is 14.10.2011) Hér hefði átt að standa: Örlítið dró úr atvinnuleysinu… Dróg er nefnilega bikkja eða trunta Molaskrifara var bent á þessa frétt http://mbl.is/folk/frettir/2011/10/14/ryan_giggs_reifst_vid_hjakonuna_a_almannafaeri/, sem dæmi um þá leiftrandi snilld sem stundum er að finna á mbl.is. Úr visir.is (14.10.2011): Einn starfsmannanna á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 742

Hér var fyrir nokkru nefnt að norska sjónvarpið (NRK2) hefði á laugardaginn var sýnt lokatónleikana í Proms tónleikaröð BBC (Last Night of the Proms). Af því tilefni nefndi maður sem gjörla þekkti til Ríkissjónvarpsins á árum áður að í eina tíð hefðu Proms-tónleikar frá BBC af og til verið á dagskrá sjónvarpsins. Það var þegar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 741

Fréttamynd í sjónvarpi (12.10.2011) af fólki sem stóð í biðröð á horni Laugavegar og Vatnsstígs var að bíða eftir að fá ókeypis miða á tónleika Bjarkar kallaði fram gamla minningu. Það hefur sennilega verið 1949 að tíu ára strákur vaknaði klukkan fimm að morgni og fór í biðröð við verslunina Viktor sem var þarna á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 740

Gamall samstarfsmaður rifjaði það upp við Molaskrifara á dögunum að séra Emil Björnsson fyrsti fréttastjóri Sjónvarpsins hefði stundum sagt við okkur fréttamennina: ,,Fréttamenn eiga ekki að velta sér upp úr ógæfu fólks”. Nú er búið að snúa þessu við, sagði hann. Annar fyrrum fréttamaður rifjaði upp að Jón Magnússon fréttastjóri útvarpsins hefði sagt: ,,Engar sensasjónir”. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 739

Glöggur hlustandi benti Molaskrifara á að í tíufréttum Ríkisútvarps á sunnudagsmorgni (09.101.2011) hefði verið sagt frá skemmdarverkum í grafreit kristinna manna í kirkjugarði múslíma í Jaffa í Ísrael. Fréttamaður hefði ýmist talað um sprellvirkja eða spellvirkja og bar þá ellin tvö fram eins og í ávarpsorðinu halló. Engu líkara en þetta tiltölulega algenga orð spellvirki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 738

Viðtal við Styrmi Gunnarsson í Silfri Egils var um margt gott, enda Styrmir skýrleiksmaður og hefur sjaldgæfa yfirsýn yfir íslensk stjórnmál undanfarna hálfa öld, – dálítið bjagaða að vísu, að mati Molaskrifara. Styrmir skautaði léttilega (og Egill líka) framhjá ábyrgðinni á einkavæðingu ríkisbankanna sem var frumorsök hrunsins og sagði pólitísku fylkingarnar á Íslandi hafa riðlast. …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts