Oft hefur í þessum Molum verið minnst á óþarfa þolmyndarnotkun. Stundum getur þolmyndin beinlínis verið villandi. Úr Morgunblaðinu (26.10.2011): Árin 2008 og 2009 var 13 ára gamalt barn tekið af lögreglunni 28 sinnum víðsvegar um Noreg fyrir þjófnað og ýmis afbrot. Hér er væntanlega átt við að lögreglan hafi (hand)tekið sama barnið 28 sinnum, …