Daily Archive: 03/10/2011

Molar um málfar og miðla 731

Bröns alla sunnudaga, auglýsir Ríkisútvarpið. Þetta er málstefnan í hnotskurn. Þar segir um aðsent efni og auglýsingar: ,,Auglýsingar skulu almennt vera á íslensku, en heimilt er að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar,”. Það er gott að móta málstefnu. En hún er lítilsvirði ef ekkert er farið eftir henni eins og þetta dæmi sannar. Orðið bröns …

Lesa meira »

Pólitísk mótmæli Hæstaréttar

Auðvitað eru það pólitísk mótmæli þegar dómarar við Hæstarétt Íslands ákveða að hundsa setningu Alþingis og mæta ekki við þingsetningu. Þar með rufu dómararnir áratuga hefð. Hversvegna? Það trúir því ekki nokkur maður að dómararnir hafi allir forfallast, allir verið veikir, allir haft svo mörgu öðru að sinna að þeir gátu ekki mætt við þingsetninguna. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 730

Af hverju þarf Ríkissjónvarpið að vera óheiðarlegt gagnvart áhorfendum? Í fréttum eru okkur sýndar gamlar myndir úr myndasafni eins og verið sé að sýna okkur nýteknar myndir. Þegar dagskrá föstudagskvöldsins (30.09.2011) var kynnt var sagt frá kvikmyndinni (fín mynd) Ekki fyrir gamla menn ( No Country for Old Men) sem var á dagskrá eftir miðnætti. …

Lesa meira »