Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði upplýsinga um það sem virðist þarflítil ferð innanríkisráðherra og embættismanns á vegamálaráðstefnu í Mexíkó um þær mundir sem ráðherrann átti að vera við setningu Alþingis. Innanríkisráðherrann, gamall starfsmaður Ríkisútvarps, bregst barnalega við. Vill fá upplýsingar um ferðakostnað útvarpsstjóra og fréttastjóra. Þeirra upplýsinga gæti hann látið einn af embættismönnum sínum afla með símtali …