Vonbrigði Morgunblaðsins og Útvarps Sögu með þátttöku í mótmælum á Austurvelli við þingsetningu og stefnuræðu forsætisráðherra eru næstum áþreifanleg. Báðir miðlarnir reyna að ýkja fjölda þátttakenda og láta mannfjöldatölur lögreglunnar sem vind um eyru þjóta. Þegar Ríkisútvarpið styðst við mannfjöldatölur frá lögreglunni fær það bágt fyrir. Í Staksteinum (05.10.2011) birtir Morgunblaðið pistil eftir Jón Magnússon …