Stundum eru fréttir í íslenskum fjölmiðlum svo augljóslega rangar að með ólíkindum er. Visir.is sagði lesendum sínaum að Sameinuðu þjóðirnar væru búnar að samþykkja kaup Microsoft á Skype símavefnum vinsæla! Visir. is segir (07.10.2011): Microsoft hefur fengið leyfi Sameinuðu Þjóðanna til að yfirtaka Skype. Microsoft mun greiða 8.5 milljarða dollara fyrir símaskiptaforritið vinsæla, en notendur …
Monthly Archive: október 2011
Molar um málfar og miðla 736
Við getum boðið þér díl í nýjan bíl, auglýsir bílasalinn Ingvar Helgason og B&L í Fréttatímanum (07.10.2011). Orðið díll er ekki íslenska. Það er enskusletta og á ekki heima í auglýsingum fyrirtækja sem eru vönd að virðingu sinni. Sama gildir um slettuna bröns sem daglega dynur á hlustendum Ríkisútvarpsins. Hreiðar sendi eftirfarandi: Á www.visir.is var …
Molar um málfar og miðla 735
Þræðir valdsins heitir nýútkomin bók eftir Jóhann Hauksson blaðamann. Kunningjaveldi, aðstöðubrask og hrun Íslands er undirtitill bókarinnar. Bókin er lipurlega skrifuð og læsileg og þar er víða leitað fanga, ekki síst í ritum erlendra fræðimanna sem fjallað hafa um þessi mál. Höfundur fjallar meðal annars um nokkur alræmd spillingarmál undanfarinna ára á Íslandi. Athyglisverð er …
Molar um málfar og miðla 734
Merkilegt er að út skuli komið fimm binda verk um íslenska myndlist. Enn merkilegra er að lesa um að í þessu veglega riti skuli ekki minnst einu orði á gagnmerka listamenn eins og til dæmis Karólínu Lárusdóttur og Pál frá Húsafelli og raunar fleiri. Karólína er þjóðkunnur og verðlaunaður listamaður, hún er vel menntaður málari …
Molar um málfar og miðla 733
Vonbrigði Morgunblaðsins og Útvarps Sögu með þátttöku í mótmælum á Austurvelli við þingsetningu og stefnuræðu forsætisráðherra eru næstum áþreifanleg. Báðir miðlarnir reyna að ýkja fjölda þátttakenda og láta mannfjöldatölur lögreglunnar sem vind um eyru þjóta. Þegar Ríkisútvarpið styðst við mannfjöldatölur frá lögreglunni fær það bágt fyrir. Í Staksteinum (05.10.2011) birtir Morgunblaðið pistil eftir Jón Magnússon …
Molar um málfar og miðla 732
Morgunblaðið getur verið undarlegt blað. Í frétt af hávaðamótmælum á Austurvelli (04.10.2011) segir: Svo virðist sem áætlunarflugi Flugfélagasins hafi verið beint yfir Austurvöll því minnsta kosti þrjár flugvélar merktar fyrirtækinu flugu beint yfir alþingishúsið svo mikill hávaði skapaðist. Er blaðamaðurinn segja lesendum Moggans að Flugfélag Íslands hafi tekið þátt í mótmælunum með því að beina …
Molar um málfar og miðla 731
Bröns alla sunnudaga, auglýsir Ríkisútvarpið. Þetta er málstefnan í hnotskurn. Þar segir um aðsent efni og auglýsingar: ,,Auglýsingar skulu almennt vera á íslensku, en heimilt er að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar,”. Það er gott að móta málstefnu. En hún er lítilsvirði ef ekkert er farið eftir henni eins og þetta dæmi sannar. Orðið bröns …
Pólitísk mótmæli Hæstaréttar
Auðvitað eru það pólitísk mótmæli þegar dómarar við Hæstarétt Íslands ákveða að hundsa setningu Alþingis og mæta ekki við þingsetningu. Þar með rufu dómararnir áratuga hefð. Hversvegna? Það trúir því ekki nokkur maður að dómararnir hafi allir forfallast, allir verið veikir, allir haft svo mörgu öðru að sinna að þeir gátu ekki mætt við þingsetninguna. …
Molar um málfar og miðla 730
Af hverju þarf Ríkissjónvarpið að vera óheiðarlegt gagnvart áhorfendum? Í fréttum eru okkur sýndar gamlar myndir úr myndasafni eins og verið sé að sýna okkur nýteknar myndir. Þegar dagskrá föstudagskvöldsins (30.09.2011) var kynnt var sagt frá kvikmyndinni (fín mynd) Ekki fyrir gamla menn ( No Country for Old Men) sem var á dagskrá eftir miðnætti. …
Orðljótasti bloggarinn?
Páll Vilhjálmsson sem kallar sig blaðamann er með orðljótustu bloggurum. Líklega sá orðljótasti. Andstæðingar ESB aðildar, einkum samtökin Heimssýn telja hann sinn öflugasta talsmann. Gott ef hann hefur ekki verið , kannski er , framkvæmdastjóri Heimssýnar. Svona byrjar bloggfærsla hans (02.10.2011): Júdasardeild Vinstri grænna reynir að ljúga sig frá svikum við stefnuskrá og kjósendur í …