Undir fyrirsögninni Fjólupabbi, sendi Guðmundur R. Jóhannsson eftirfarandi (15.09.2012): ,,Í sunnudagsmogganum 16.9. er opna þar sem eru myndir teknar af Þorvaldi Erni Kristmundssyni sem hefur gert það að eilífðarverkefni, eins og hann orðar það, að taka myndir af menningararfinum sem er óðum að hverfa. Ágætar myndir og textar með en mis ágætir. Þar er bóndi …
Monthly Archive: september 2012
Molar um málfar og miðla 1010
Börn verða utanvelta, var sagt í upphafi kynningar á ágætu söfnunarátaki í Ríkissjónvarpi á föstudagskvöld (14.09.2012). Þetta orðalag var reyndar notað oftar en einu sinni, – ef til vill vegna áhrifa frá orðinu utangátta. Molaskrifari hallast að því að hér hefði átt að segja utanveltu ekki utanvelta. Gullkorn af Smartlandi mbl.is (13.09.2012): … og eins …
Molar um málfar og miðla 1009
Molavin sendi eftirfarandi (14.09.2012): Morgunblaðsfrétt 14.9.12 hefst á þessum orðum:,,Lömb, sem föst voru í snjó í Hamraheiði neðan og sunnan við Mælifellshnjúk í Skagafirði, voru étin lifandi af tófum. Lömbin gátu sig hvergi hreyft, tófan át af þeim andlitin og í einu tilfelli var lærið étið af lambi.“ Þarna voru lömb étin af tófum og …
Molar um málfar og miðla 1008
Margt var mjög vel gert í söfnunarþættinum í Ríkissjónvarpinu í gærkveldi (14.09.2012). Það er meira en að segja það að koma svona þætti saman. Ragnhildur Steinunn og Felix Bergsson héldu vel utan um þetta. Sama er að segja um hlut þeirra Helga Seljan og Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur. Landsmenn sýndu góðum málstað mikið örlæti og konurnar …
Molar um málfar og miðla 1007
Góðvinur Molanna vakti athygli Molaskrifara á auglýsingu frá Ferðamálastofu í kynningarblaði sem nefnt er Fólk og fylgdi Fréttablaðinu á þriðjudaginn (10.09.2012) Fyrirsögn auglýsingarinnar er: Styrkir til skipulags hönnunar áfangastaða fyrir ferðamenn. Hér vaknar fyrsta spurningin: Á að hanna áfangastaði? Í næstu setningu, undirfyrirsögn segir: Ferðamálastofa auglýsir eftir umsóknum um styrki til skipulags á áfangastöðum fyrir …
Molar um málfar og miðla 1006
Dyggur Molalesandi , Einar Kr. sendi eftirfarandi sem á erindi til lesenda , – og ekki til síst fjölmiðlamanna:,, Ég rakst á athyglisverða bloggfærslu Sigurbjörns Sveinssonar læknis undir fyrirsögninni „Farið um Brattabrekku en ekki Bröttubrekku“ (http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/entry/1256907/), sem mér finnst rétt að vekja athygli á í heild sinni. Hann segir: „Þegar komið var af fjallinu á …
Molar um málfar og miðla 1005
„Ég hef zero tolerance fyrir svona kjaftæði Þorgerður Katrín,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem er afar óhress með teboðslíkingu þingmannsins. Þetta er tilvísun í ummæli á pressan.is (10.09.2012). Hversvegna talar aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins ekki íslensku við Íslendinga? Íslendingar mæta Kýpverjum í fótbolta og Eistlendingar í körfubolta. Þetta var lesið í yfirliti …
Molar um málfar og miðla 1004
Molavin sendi eftirfarandi (08.09.2012): ,,Á götustrákamál heima í fyrirsögnum dagblaða? Hér er fyrirsögn dv.is (8.9.2012): Fyrrverandi landsliðsmaður drullar yfir prófessor. Hvergi í þeirri athugasemd, sem er tilefni fréttarinnar er þetta orð notað.” :Þetta eru furðulega skrif. Réttnefni er götustrákamál eins og Molavin segir. Molalesandi sendi eftirfarandi (08.09.2012): ,,Veröld/Fólk | mbl | 8.9.2012 | 13:27 | …
Molar um málfar og miðla 1003
Kristín sendi eftirfarandi (06.09.2012): ,,Lengi vel hefur verið talað um hina landlægu þágufallssýki Íslendinga. Það sem mér finnst vera orðið ansi áberandi er hins vegar nefnifallssýkin. Fólk virðist ekki lengur kunna að beygja nafnorðin móðir, dóttir, systir og bróðir. Þessi sýki virðist herja bæði á fólk með litla menntun sem og langskólagengið, þ.m.t. blaðamenn. Sérstaklega …
Molar um málfar og miðla 1002
Molalesandi sendi eftirfarandi: ,,Þar sem ég les af og til pistla þína um mola og málfar datt mér í hug að senda þér tilvitnun í skondna fréttatilkynningu innanríkisráðuneytisins 4. þ.m. um að Fossvogskirkjugarður,fagni nú 80 ára afmæli sínu? Ég hefði ekki talið að kirkjugarður væri í stakk búinn til að fagna einu eða neinu, og …