FYRIR HÉRAÐI Molavin skrifaði (02.12.2016): ,, „Áður hafði málið tapast fyrir héraði…“ sagði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 ítrekað í kvöldfréttum (2.12). Málvenja er að tala um að tapa „í héraði“ eða fyrir héraðsdómi. Menn tapa ekki fyrir héraði, því hérað er ekki málsaðili. – Nema þetta sé orðfæri lögmanna? Almennt kæruleysi í meðferð málsins …