Molaskrifari horfir ævinlega á veðurfréttir í sjónvarpinu. Mikill áhugamaður um veðurfar. Að öðrum veðurfræðingum ólöstuðum finnst honum Einar Sveinbjörnsson gera veðrinu best skil. Hann er bara of sjaldan á skjánum. Einar sýnir okkur jafnan hitastig í Færeyjum og sýnir eða nefnir hitann á Kanaríeyjum. Margir vilja gjarna vita af veðrinu á þessum stöðum. Ekki sakaði …