ENN ER KOSIÐ Hér er aftur og aftur minnst á sömu hlutina. Í seinni fréttum Ríkissjónvarps (05.12.2016) var sagt: „Ítalska þjóðin kaus gegn stjórnarskrárbreytingum….“. Hér hefði verið eðlilegra að segja , til dæmis: Ítalska þjóðin hafnaði stjórnarskrárbreytingum…. Ítalska þjóðin felldi stjórnarskrárbreytingar … Ekk,i kaus gegn. – Hvað segja lesendur? Er þetta sérviska Molaskrifara? VIÐSKIPTI …