Molar um málfar og miðla 936

Það eru reginmistök hjá Ríkissjónvarpinu að vera með langan þátt með forsetaframbjóðendum kvöldið fyrir kjördag, 29. júní. Það á gefa okkur hlustendum/horfendum frí frá frambjóðendum þennan lokadag. Hér hefði gott dagskrárráð getað haft vit fyrir stjórnendum. Í frétt á mbl.is (17.06.2012) um innbrot í hesthús á Hellu er aftur og aftur talað um reiðhnakka. Dugað …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 935

Landsbanki Íslands ætti að skipta við auglýsingastofu þar sem menn eru sæmilega að sér í íslensku eða hafa að minnsta kosti góða prófarkalesara. Í heilsíðuauglýsingum í báðum dagblöðunum í dag (19.06.2012) segir í fyrirsögn: Hlutafjárútboð í fasteignafélaginu Regin hf. lýkur í dag. Hér er einhverskonar fallafælni eða beygingafælni á ferðinni. Fyrirsögnin ætti að vera: Hlutafjárútboði …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 934

Pörupiltar á Alþingi er fyrirsögn á leiðara í Morgunblaðinu í dag (18.06.2012). Áréttað skal að ekki er verið að skrifa um þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins. Eftirfarandi er að finna á einhverju sem mbl.is kallar Smartland Mörtu Maríu: „Þegar hún missti af flugi til Bretlands í síðustu viku var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 933

Þröngsýni stjórnenda Ríkissjónvarpsins hefur opinberast og kristallast í þeirri staðreynd að í vikunni sem senn er liðin hefur verið fótbolti á dagskrá Ríkissjónvarpsins fimm klukkustundir á dag, dag eftir dag. Stjórnendur annarra norrænna ríkisstöðva hafa víðari sjóndeildarhring og vita að þeir hafa skyldur við fleiri en þá eina sem hafa gaman af fótbolta. Það vita …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 932

  Bjarni Sigtryggsson sendi Molum eftirfarandi hugleiðingu: ,,Þurfa nýyrði að gera grein fyrir sér? – Þannig spurði Sigurður Nordal í eina tíð og taldi svo ekki þurfa að vera. Hann velti fyrir sér hvaða nafn hesti yrði gefið, ættum við ekki fyrir heiti á þeirri tegund. Nýyrði flæða með hraða tæknibreytinga inn í öll tungumál. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 931

Í Morgunblaðinu (12.06.2012) er sagt frá mikilli gönguferð sex kvenna um Ísland frá Hornvík að Eystrahorni. Sagt er að konurnar ætli að ganga niður Hornstrandir. Molaskrifara finnst þetta svolítið undarlega til orða tekið. Vissulega er þetta niður á landakortinu! Þegar við hér í Reykjavík förum norður á Strandir þá förum við ekki upp á Strandir. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 930

Lesandi sendi eftirfarandi (11.06.2012): ,,Af hverju heitir þáttur sjónvarpsins á RUV Baráttan um Bessastaði ? – Ég hef skoðað orðið t.d. í Orðabók Háskólaans og það tengist líkamlegum átökum, hrakningum, bardögum, erfiðri lífsbaráttu.. ! Mér finnst þetta ekki við hæfi. – fyrir forsetakosningarnar 1980 var sjónvarpið með þátt sem hét einfaldlega: Ávörp forsetaefnanna .. eins …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 929

  Glöggur lesandi sendi Molaskrifara frétt úr mbl.is (10.06.2012) en fyrirsögnin var: 59 áttu ekki fyrir auðlegðarskatti http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/06/10/59_attu_ekki_fyrir_audlegdarskatti/    Lesandi segir síðan: ,,Eins og oft áður er fyrirsögn (áttu ekki fyrir …)ekki í takt við meginmál (tekjur dugðu ekki fyrir …) auk þess, sem væntanlega er aðeins litið til tekna skattskyldra til almenns tekjuskatts og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 928

Fótbolti, fótbolti alla helgina í íslenska Ríkissjónvarpinu. Stórlega skert frétta- og veðurfréttaþjónusta. Íþróttir samtímis á tveimur rásum í sjónvarpinu. Þetta ætti að varða við lög. Ekki varð séð að nein af þeim norrænu stöðvum sem hér eru aðgengilegar sýndi leik Írlands og Króatíu í beinni útsendingu. BBC sýndi hann ekki ,en hann var hinsvegar sýndur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 927

Víða um heim fjalla fjölmiðlar um það hve Íslendingar hafi verið fljótir að rétta úr kútnum og komast á skrið að nýju eftir hrun. Þetta vekur víða aðdáun. Fréttir af efnahagsbatanum hafa borist til margra landa í öllum álfum. Samt hafa þær enn ekki náð upp í Hádegismóa við Rauðavatn austast í Reykjavík þar sem …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts