SJÁLFSVIRÐINGIN Molavin skrifaði (04.12.2016): ,, Fréttabörn Morgunblaðsins fá enga tilsögn áður en þeim er hent að lyklaborðinu. Þetta stóð í Netmogga í dag (4.12.) í frétt um að bandarískri konu hafi verið nauðgað á Indlandi: „Konan hafði fyrst samband við lögregluna í gegnum tölvupóst með aðstoð bandarísku samtakanna NGO.“ Óreyndir unglingar með takmarkaða enskukunnáttu eru …
Search results for: fréttabörn
Molar um málfar og miðla 2017
VIRKUR BYSSUMAÐUR Molavin skrifaði (08.09.2016): ,,Fréttabörn leika nú lausum hala á Morgunblaðinu. Í dag (8.9.16) segir í frétt um skotárás í bandarískum skóla að lögreglan leiti nú að „virkum byssumanni“. Í meðfylgjandi myndatexta sést að hér hefur barnið þýtt lögregluhugtakið „active shooter.“ Á mannamáli heitir það að lögreglan leiti að vopnuðum manni. Þýðingar eru …
Molar um málfar og miðla 2013
ENDURTEKIÐ EFNI Ótrúlega margir fréttaskrifarar virðast ekki skilja hvenær er verið að kjósa og hvenær er verið að greiða atkvæði um eitthvað, til synjunar eða samþykktar. Þetta hefur oft verið nefnt í Molum. Fyrirsögn af mbl.is (30.08.2016): Seðlabankinn kaus gegn bónusum. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/30/sedlabankinn_kaus_gegn_bonusum/ Fulltrúi Seðlabankans greiddi atkvæði gegn bónusgreiðslum. Það er út í hött og rangt …
Molar um málfar og miðla 1977
ÓVANDVIRKNI Molavin skrifaði (08.07.2016):,, Oft er fjallað um kunnáttuleysi blaðamanna og talað um fréttabörn. Það er ekki að ástæðulausu og varðar ekki aðeins málfar. Þekkingarskortur á umfjöllunarefni er oft átakanlegur. Í dag (8.7.16) er í Fréttablaðinu erlend frétt um formannsbaráttu í brezka Íhaldsflokknum. Þar er Andre Leadsomítrekað, bæði í frétt og fyrirsögn, sögð Leadson að …
Molar um málfar og miðla 1972
MÁNAÐARLEG BRÚÐARGJÖF! Rafn skrifaði (01.07.2016): ,,Þetta var á vef visir.is (30.06.2016). Er nokkur nema íslenzk fréttabörn, sem halda að brúðargjafir séu endurteknar mánaðarlega?? ,,Nú gengur póstur um netið á arabísku þar sem segir að íslenskur ráðherra hafi lofað þeim útlendingum sem giftast Íslendingum fimmþúsund dollurum í brúðargjöf.,,Sjá: http://www.visir.is/telja-sig-fa-600-thusund-a-manudi-flytji-their-til-islands-og-giftist-islenskri-konu/article/2016160639860 Þakka bréfið, Rafn. Meira en lítið undarlegt. …
Molar um málfar og miðla 1951
GALLVASKUR FORMAÐUR Molalesandi benti á eftirfarandi frétt á dv.is (22.05.2016) https://www.dv.is/frettir/2016/5/22/sigmundur-er-alls-ekki-haettur-stefnir-aftur-forsaetisraduneytid/ Hann skrifar:,,Í fréttapistli á DV.is í dag er haft eftir Sigmundi Davíð, að Framsóknarflokkurinn „fari gallvaskur í næstu kosningar“. Akkúrat það. Er verið að tala um gall- svona eins og gall-súran – eða gall-aðan. Væntanlega er ekki verið að ræða um galvaskan flokk heldur …
Molar um málfar og miðla 1947
ÞAU BLÓMSTRA Þau blómstra fréttabörnin á visir.is. Þeim þarf að leiðbeina. Sigurður Sigurðarson skrifaði (13.05.2016) ,,Sæll, Auðvitað er þetta ekki boðlegt á visir.is , en þegar börnin fara illa með leikföngin þarf að leiðbeina þeim og hlynna að. Á meðan eiga þau ekki að skrifa í fjölmiðla: Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, skoraði í kvöld næst fljótasta …
Molar um málfar og miðla 1939
AÐ BEYGJA BOLTANN T.H. skrifaði (28.04.2016) og benti á þessa frétt á dv.is: http://www.visir.is/fimm-leyndarmal-gylfa-i-aukaspyrnum-laerdu-ad-beygja-boltann-eins-og-gylfi-thor/article/2016160428951 „Fimm leyndarmál Gylfa í aukaspyrnum: Lærðu að beygja boltann eins og Gylfi Þór.“ „Hann gefur upp öll leyndarmálin sem geta kennt fólki að beygja boltann eins og Gylfi Þór Sigurðsson“. Það er nú ákaflega erfitt, svo ekki sé meira sagt, …
Molar um málfar og miðla 1938
MARG UMRÆDDUR VIÐTENGINGARHÁTTUR Molavin skrifaði (27.04. 2016): ,, Enn heldur Fréttastofa Ríkisútvarpsins áfram að misþyrma viðtengingarhætti. Þessi þráláta misþyrming móðurmálsins sýnir einbeittan brotavilja. „Ný lög takmarki framkvæmdir sveitarfélaga“ segir í fyrirsögn fréttar Rúnars Reynissonar (27.04.2016) og mætti ætla af henni að hvatt sé til þess að dregið verði úr framkvæmdum. Við lestur kemur í ljós …
Molar um málfar og miðla 1888
ENN UM VEÐURORÐ Í Molum var nýlega fjallað um veðurorð. Umhleypingur er oftast notað í fleirtölu um óstöðuga veðráttu með vindum og úrfelli og (oft) með sífelldum breytingum frá frosti til hláku og frá hláku til frosts. Af mbl.is (12.02.2016): ,,Eftir helgina er útlit fyrir talsverðar umhleypingar, og strax á mánudag gengur nokkuð djúp lægð …