Of algengt er að heyra orðalagið bílvelta varð sem notað var í sjöfréttum Ríkisútvarpsins (09.01.2012). Þar var sagt bílvelta varð í Skíðaskálabrekkunni (oft nefnd Hveradalabrekka) í stað þess að segja bíll valt í Skíðaskálabrekkunni. Þetta með bílveltuna sem varð var reyndar endurtekið í fréttum Ríkissjónvarpsins um kvöldið. Í sama fréttatíma um morguninn var talað um …